ég hef engu gleymt...

...þó að ég tali ekki um það og láti sem ekkert sé

Tuesday, October 12, 2004

Ég er hætt að láta sem ekkert sé, nú ætla ég að fara tala

Já nú er kaninka mætt á svæðið!
Úff þetta er svo stórt skref sem ég er að stíga að ég fæ fiðring í puttana og er allt í einu orðinn soldið feiminn, þetta er kannski lítið skref fyrir mannkynið en það er stórt skref fyrir litla tæknifóbíska kaninku að ætla að standa undir sinni eigin bloggsíðu. Hvað ef allir fara að gera grín af blesslísku stafsetningarvillunum, og hvað ef fólki finnst ég leiðinlegur bloggari og enginn kommentar neitt, það er ekki eins og ómerkileg kaninka eins og ég lifi einhveju ævintýralífi, ekki eins og hann Þórarinn Dúkkuleikur vinur okkar, sem fer til NY og hittir Brack Tain sem gerði "Bras and the Rackshantain" eða látúnsbarkinn Olifia Earl-Swan sem fær greitt stórfé fyrir að gera ekki neitt og þykist svo ekki eiga neina peninga því hún er svo mikill niðrávið snobbari.
Ég get samt huggað mig við það að bloggið mitt verður alveg örugglega áhugaverðara en nördakvabbið sem birtist á Sparkó eftir að Gajón sölsaði það undir sig. Má ég benda á kvóta úr síðustu færslu máli mínu til stuðnings:
"Einnig er ekkert voðalega langt þangað til þessi leikur deyr, þar sem það styttist í BF2 (fyrir ykkur sem vitið ekkert þá spila ég BF1942 sem lenti í 6 sæti yfir bestu leiki síðustu 5 ára hjá gamespy) og því ágætt að prófa hitt og þetta með hann svona í dauðateigunum."

ÓÓÓ jeh
ég er strax komin yfir óöryggið,
þetta er bara gaman,
ég mun rísa upp og rústa ykkur öllum
BEWARE OF THE BONNY !!!



1 Comments:

Blogger Hugrún said...

Já... Kaninka bara komin á netið... þetta er rosalega fjölhæf kanina, tilbúin til þess að yfirstíga ótta sinn. Ég segji því bara... "gó kaninka, gó kaninka" og dansa.

11:02 AM  

Post a Comment

<< Home