ég hef engu gleymt...

...þó að ég tali ekki um það og láti sem ekkert sé

Monday, October 18, 2004

Jedúdda hvað það er gott að eiga kærasta!!

Kæróið bauð mér í sumó um helgina. Þetta átti bara að vera svona skemmtileg djamm sveitaferð í með kæró og vinum hans, en það vildi svo til að þessa helgi voru allir vinir hans á Grundarfirði.
Þessi djamm Sumarbústaðaferð með góðravinahópi breyttist því í alsherjar kærófest 2004 þar sem við kúrðum tvö eins og ástsjúkar turtildúfur í heitapottinum með rauðvín og osta og svo var ferðin kórónuð með að kæróið var kynntur fyrir tengdó. Það kom nefnilega í ljós að pabbi og mamma voru í bústað rétt hjá og báðu okkur að kippa með einum litlum gutta úr bænum og skila honum til þeirra...
Núna dansa ég um á bleiku skýi og rífst við kæróið í huganum hvað frumburðurinn eigi að heita.

3 Comments:

Blogger kaninka said...

Hi I´m Plenty....
Það er ekki hægt að vera OF mikil Þóra, það liggur í eðli mínu að vera "OF" í öllu sem ég geri og því er OF bara náttúrulegt ástand mitt, því meira OF sem ég er því samkvæmari er ég sjálfri mér.

9:56 AM  
Blogger Kiddý said...

hae Yjora min, mer finnst thu aedislegur bloggari. Og of mikid Thora er bara betra. Indalnd er aedi og eg maeli med ad thu komir i heimsokn, love Kiddy

9:19 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hei.. Það þarf að blogga meira ef maður á að halda áfram að heimsækja og hafa ánægju af.

6:06 AM  

Post a Comment

<< Home