ég hef engu gleymt...

...þó að ég tali ekki um það og láti sem ekkert sé

Friday, October 22, 2004

Hvert' að fara, hvaðan ert' að koma?

Það er búið að krota svo sætt á húsið mitt, það er svona soldið krúttileg fígúra með talblöðru sem segjir: "Hvert' að fara, hvaðan ert' að koma?"
Fyrstu við brögð mín þegar ég sá krotið voru reyndar frekar neikvæð, það er búið að innprenta svo í mann að veggjakrot er skemmdarverk drígt af illa uppöldum únglíngúm. Svo er líka eignaréttar tilfinningin svo rík í okkur íslendingum og fyrstu viðbrogð mín voru að einhver (illa-uppalin-únglíngúr) hefði ráðist á mitt yfirráðsvæði og vandalíserað mína einkaeign.
Þegar ég var svo rétt komin innum dyrnar heima þá spurði Ingunn sambýliskona (í non-sexual metkingu þess orðs) hvað mér findist um skreytinguna á veggnum, en hún sjálf var greinilega hæst ánægð með skemmdarverkið. Eftir svona tuttugu sekúntna umhugsun áttaði ég mig á því að mér þótti þetta bara soldið krúttilegt krot og það væri auðvitað fáranlegt af mér að bregðast svona illa við. En ég áttaði mig á því í fyrsta skipti hvað Marxistar eiga mikið verk fyrir höndum við að uppræta einkaeignina, ég á ekki einu sinni þetta hús, ég er bara að leigja, samt rauk upp þessi tilfinning "ég á etta, ekki snerta."
Núna er mér farið að þykja verulega vænt um þetta krot sem er á veggnum mínum, þegar ég labbaði framhjá þessu í morgun þá hitti þessi setning beint í mark: "Hvert' að fara, hvaðan ert' að koma?" Hún snart líf mitt, en ekki á einhvern djúpvitran, heimspekilegan, dramantískan, rómantískan hátt, heldur var þetta bara svo rétt sönn lýsing á atburðum síðusta daga. Vinkonurnar eru búnar að vera þeysast inn og út úr lífi mínu þessa viku, Olla vinkona fór á þriðjudag aftur til Köben (snökt) og Ásthildur bara kominn eins og þruma úr heiðskýru lofti frá ársdvöl í Suður-Ameríku (jibbí).
...segjum þetta...

2 Comments:

Blogger Olla Swanz said...

ég er alltaf hérna þóra mín,, alltum kring og umlykjandi

5:53 AM  
Blogger kaninka said...

Það er svo gott að geta hvílt í skjóli vængja þinna!

2:55 AM  

Post a Comment

<< Home