Hjónavígsla á Bolungavík
Ég var í mjög glæsilegri og vel heppnaðri giftingu um helgina á Bolungavík. Gott veður skemmtilegt fólk, falleg athöfn og frábær veisla. Steinar frændi minn og Kartín spússa hans eru líka flott par sem eru víst búin að vera saman í níu ár þó hann sé bara 80 módel. Mér vöknaði um augu í athöfninni þegar Oddur bróðir brúðgumans söng og spilaði á gítar Lovesong með Cure. Veislan var glæsileg og breyttist fljótlega í geggjað partý. Ég og Sigurgeir tylltum okkur hjá Agli og lentum því á vinaborðinu. Birgir Ísleifur veislustjóri stjórnaði samkvæminu með miklum aga en jafnframt góðum húmor. Hápunktur kvöldsins var síðan þegar hjónakornin dönsuðu brúðkaupsvalsinn, húsið ærðist þegar fyrstu tónarnir í "I've had the time of my life" hljómuðu og brúðhjónin léku "dirty dancing" nákvæmlega eftir, meira að segja þegar koma að "the lyft" þá greip Steinar bara stól sem Katrín stökk fimlega uppá. Svo voru gestir drifnir út á dansgólfið alveg eins og í myndinni. Ég og Sigurgeir vönguðum mjög varlega, við vildum ekki að byltan úr brúðkaupi Þuru og Þorðar endutæki sig. Egill nýtti sér bragð úr Wedding crashers og dansaði við eina af brúðarmeyjunum, sex ára eða svo, tilgangurinn var að heilla einhleypa kvennfólkið í veislunni og eflaust virkaði það.
En allavega þá var þetta frábær helgi og nú er ég víst farinn aftur uppá hálendi í þetta skipti, verða semsagt í kerlingafjöllum næstu fjórar vikurnar og þið megið endilega koma að heimsækja mig ef þið eruð á ferðinni.
Egill ég bíst svo við þér og Önnu í næstu viku!
5 Comments:
which makes me wonder just what benefit suffered for it. Florida has 15 of the fastest-growing to do so. for the Games, investigating things
Vá þetta er komment hjá henni Adolfínu er fyndnasta spam komment sem ég hef séð.
já... og falleg mynd!
brúðurin lítur út eins og gína.
Hæ!
Takk fyrir síðast. Ég og Anna beiluðum þvímiður á hag mountains og ákváðum að taka dagstúra um austurland og svo snæfellsnesið í staðinn. Náðum annars að gera alveg fáranlega margt. Hún byður að heilsa og svo er þér boðið í brúðkaupið...
Er svo líka að tilkynna opnun nýrrar bloggsíðu: PencilPusher
Á ensku þannig að allir vinir mínir skilji
Post a Comment
<< Home