ég hef engu gleymt...

...þó að ég tali ekki um það og láti sem ekkert sé

Friday, May 19, 2006

Helga Sara

Við Sigurgeir erum soddan lúðar og leigðum okkur til skemmtunar decoding DaVinci eða hvað þessi skrambans mynd nú heitir. Þetta er ekki Tom Hanks myndin sem allir eru að bíða eftir heldur heimildarmynd og mjög léleg heimildarmynd verð ég að segja. Gæði myndatökunnar eru þannig að ég mundi treysta 12 ára gömlum bróður mínum til að gera betur. Íslenska þýðingin er lika út í hött. En viðmælendurnir eru sumir bara nokkuð skemmtilegir og það eina sem er trúverðulegt við myndina er það sem kemur beint uppúr þeim.
Annað sem mér þótti mjög áhugavert við myndina er þegar kynnirinn minnist á Saint Marie de la Mer í Camargue, sem er bær sem ég Ingunn, Hugrún og Gutti heimsóttum sumarið 2000. Þessi bær er nefnilega mjög furðulegur, hann er frekar afskekktur og menninginn í bænum er ekki beint frönsk, þetta er nefnilega miðstöð síguna. Í þættinum er talað um kirkjuna í bænum eða réttara sagt helgimynd sem er í kirkjunni af Saint Söru og er víst dýrðlingur síguna en er víst ekki viðurkennd af kaþólsku kirkjunni. Ég ákvað að lesa mér aðeins til um þetta á netinu og þeir sem ekki þekkja plott DaVinci lykilsins ættu að hætta að lesa núna.
According to one local legend, after the resurrection of Christ, Mary Magdalene, Marie-Salome, Marie-Jacobe, Lazarus and several other disciples were forced, in 45 AD, to flee the Holy Land by boat. Following a perilous journey across the Mediterranean Sea, the boat eventually landed near the present day village of Saintes-Maries-de-la-Mer, where the passengers went ashore. What next happened to the passengers is not specified in the legend but two of them, Marie-Salome and Marie-Jacobe, became, in time, objects of veneration to the local people. The church however, enshrines three images, the additional one being of Sara-la-Kali, whose origin and identity are quite mysterious. The gypsies that throng to worship her each May believe Sara to have been a powerful local queen who welcomed the tired travelers from the Holy Land, while other sources suggest she may have been an ancient pagan goddess or a black Egyptian woman who was the servant of Christ's mother Mary. Whatever the explanation, the three female statues are the subject of the fascinating 'Pilgrimage of the Gypsies', held each year on May 24 and 25.
Málið með Helgu Söru er að hún er svört og í heimildarmyndinni er það gefið í skyn að hún sé ekki þjónustustúlka Maríu magdalenu heldur dóttir hennar og Jesú og að María Magadalena hafi líka verið svört og af eþíópísku eða egyfsku bergi brotinn. Þessi saga frá saint marie de la mer og dýrkun sígunanana á Helgu Söru meira en nokkuð annað í þessari mynd eða í DaVinci lykklinum sjálfum sannfærði mig um gildi þessara kenninga sem viðraðar eru því Sígunar eru svo utangarðsmenningarheimur og beisik kenningin í bókinni er sú að hið kvennlega hafi verið útilokað í kristinni trú með því að útiloka það að María Magdalena hafi verið ástkona Jesú og einn af postulunum en í stað úthrópa hana sem hóru. Kirkjan, þessi fullkomna feðraveldisstofun, hefur matreitt oní okkur einn sannleik, einn sannan Guð um aldir alda og hvar eru konurnar, þær eru tvær og önnur er upp á stalli og hin niðrí svaðinu. Sígunarnir þeir eru samt soldið sér á báti. Það er virkar á mig eins og þessi eini sannleikur kirjaunnar hafi aldrei alveg náð til sígunanna og því halda þeir brjálað partý á hverju ári í saint marie de la mer til heiður þessum maríum og svo hinni dularfulli Söru.

4 Comments:

Blogger Hugrún said...

vá, gaman... enn meiri ástæað til að halda þangað aftur! Fílaði þennan bæ vel fyrir en nú er hann enn þá meira spennó.

Man þegar við fórum í kirkjuna... en aðalega vegna þess að þar voru líkamspartar af heilögu fólki, alla vena einn putti og eitthvað furðulegt dót...

10:24 AM  
Blogger kaninka said...

ha líkamspartar, ég man ekki eftir því! voru það puttar í formalíni eða hvað?

5:16 AM  
Blogger Fláráður said...

Uss Þóra - sem sérlegur sendiboði kaþólska feðraveldisins er ég búinn að tilkynna þig til leynireglu Vatíkansins sem ætti að koma á eftir þér á næstu dögum. Það var gaman að þekkja þig en nú veistu of mikið.

6:26 AM  
Blogger kaninka said...

úpps,´mér brá svo við þessa hótun hanns þórðar að ég fór strax að kanna hvað væri ódýrasta ferðin úr landi, ég rakst þá á nettilboð til færeyja fyrir 9000 kall, en við nánari hugsun áttaði ég mig á að þar væri ég jafnvel enn verri sett en hér á þessu skeri, ekki nóg með að færeyjar sú minni, heldur er leyniregla vatíkansins ábyggilega með enn sterkari ítök þar því davinci code myndin verður ekki einu sinni sýnd þar, hún þykir svo mikið guðlast.

4:53 AM  

Post a Comment

<< Home