ég hef engu gleymt...

...þó að ég tali ekki um það og láti sem ekkert sé

Wednesday, January 24, 2007

Ég hef sagt skilið við Olluvaldaingunnihugrúnugutta að bloggi og sæng.

Það hefur sannast enn og aftur að óhefðbundin sambúðarform virka ekki og aðeins 1 af hverjum 3 hefðbundnum sambúðum ganga upp. Þess vegna ætla ég að halda út mínu eigin bloggi þvi þar get ég verið minn eigin administrator!Humm fyrsta færslan síðan í sumar... Ég verð allt í einu soldið feimin.

Ég fór á Icelandic fish & chips staðinn um daginn. Það var goður matur þó skammtaður væri helst til naumt fyrir búra eins og Gutta og Lalla sem urðu að fá sér sykurlausa heilhveiti brání með sojarjóma til að fylla uppí tómarúmið. Þetta er kannski aðeins of ópersónuleg færsla, álíka áhugavert og veðurlýsing.

Ég fékk mjög óvænta og skemmtilega heimsókn til mín í vinnuna í gær. Þórður kallinn mætti til að spjalla við okkur Þórönu á leið sinni í blóðbankan. Ég nota auðvitað hvert tækifæri til að sleppa úr vinnunni og lét því til leiðast að fara með honum. Þetta var fyrsta skiptið mitt og ekki beint ánægjuleg reynsla að láta stinga sig og tappa af sér sjálfan lífs elexírinn. En hjúkkurnar í blóðbankanum eru eins og flugfreyjurnar hjá Icelandair, svo ótrúlega notalegar og vinsamlegar en jafnframt fagmannlegar. Svo horfir maður á plakatið af veiku sköllóttu barninu sem situr sallarólegt meðan verið er að pumpa í það blóði og velgjan breitist í vellíðan.
Við Þórður sátum svo heillengi inná kaffistofu blóðabankans, spjölluðum, úðuðum í okkur kökur og drukkum í okkur sjálfsánægutilfinninguna.
Soldið metnaðarlaust fyrir fyrstu fæslu, en verður að duga.

3 Comments:

Blogger Fláráður said...

Ah - en fullt af 'name-dropping' úr vinahópnum sem virkar alltaf vel til vinsælda.

3:54 AM  
Blogger kaninka said...

namedropping á alltaf við...

1:34 AM  
Blogger kaninka said...

Er þetta mynd af þér sem kemur upp á kommentinu?

1:35 AM  

Post a Comment

<< Home