ég hef engu gleymt...

...þó að ég tali ekki um það og láti sem ekkert sé

Friday, January 26, 2007


Þegar ég las bloggið hans Þórðar áðan mundi ég allt í einu eftir draumi sem mig dreymdi í nótt. Við Sigurgeir vorum að keyra eftir suðurlandsbrautinni á trausta Subaru Foresternum okkar, minn trausti maki við stýrið ákveður svo að gefa í og bruna á rauðu yfir kringlumýrarbrautina sem var pakkfull af bílum. Hann bara snappaði!

Þetta hlýtur að vera þýða eitthvað! Undirmeðvitundin er örugglega að segja mér að þessi ljúfi og trausti gaur sem ég bý með er í raun snargeðveikur.

3 Comments:

Blogger Fláráður said...

Reyndar, þegar þú nefnir það...
Líka þegar myndin af Jack er þarna með færslunni. Hárgreiðslan, skeggið. Vantar bara gleraugun og þar er Sigurgeir kominn.

4:42 AM  
Anonymous Anonymous said...

mér finnst þú bara soldið léleg með þetta blogg - skilnaðar-dæmi. Sjálf hefurðu ekki bloggað þar neitt þrátt fyrir að hafa att okkur hinum útí það og lofað öllu góðu, ég er ekki viss um að ég líti á þig sem (blogg)vinkonu mína lengur ...

o...

3:56 AM  
Blogger kaninka said...

Já það tók bara enginn vel í þessa endurreisn nema þú Olla mín og þá er kannski bara besta að hafa sína eigin bloggsíðu, sem maður getur breytt sjálfur og bætt inn myndum.
Þú varst líka á góðu róli á þínu eigin bloggi, það er svo gaman að svona myndabloggum! algjör druamur fyrir nútíma gluggagjæja.

2:11 AM  

Post a Comment

<< Home