ég hef engu gleymt...

...þó að ég tali ekki um það og láti sem ekkert sé

Thursday, May 18, 2006

nýr spurningalisti vei!!

1. Aldrei í lífi mínu: myndi ég prófa fallhlífastökk að ganni mínu.
2. Þegar ég var fimm ára: hékk ég oft með Emilíu og settist út í garðinn í hressó í góðu verðri, já og geri víst enn.
3. Menntaskólaárin voru: ók en verða alltaf skemmtilegri og skemmtilegri í minningunni.
4. Ég hitti einu sinni: Ethan Hawk í þvottahúsinu heima en það var víst bara draumur.
5. Einu sinni þegar ég var á bar: já og hvað, það gerist aldrei neitt markvert á börum, um daginn fór ég reyndar með Emilíu á bar 11 og voða sætur menntskælingur bauð mér upp í dans.
6. Síðastliðna nótt: svaf ég mjög illa því ég er örugglega tognuð í öxlinni eftir leikfimina í gær.
7. Næsta skipti sem ég fer í kirkju: verður á morgun, ég er að fara að vinna.
8. Þegar ég sný hausnum til vinstri sé ég: suðurgötu kirkjugarðinn og Esjuna.
9. Þegar ég sný hausnum til hægri sé ég: rússneskar, finnskar og grískar bókmenntir 891.7-899.
10.Þegar ég verð gamall: ætla ég að vera með sítt grátt hár með svona fjólublárri slikju.
11. Um þetta leyti á næsta ári: verð ég á fullu í undirbúningi fyrir fimmtugs afmæli pabba og mömmu, stúdentsveisluna hans Gutta og jafnvel ferminguna hans steinars ef hanni verður slegið með.
12. Betra nafn fyrir mig væri: Jennifer
13. Ég á erfitt með að skilja: tímann.
14. Þú veist mér líkar vel við þig ef: ég þú gefur mér að borða.
15. Fyrsta manneskjan sem eignaðist barn í mínum vinahóp er: Emilía, held ég.
16. Farðu eftir ráðum mínum: hættu að reykja ég nenni ekki að vera eina hlussan í vinahópnum.
17. Uppáhalds morgunmaturinn minn er: te og kex
18. Afhverju myndi ég hata þig?: ef þú værir alltaf grenjandi eins og fólkið í amrísku raunveruleika þáttunum.
19. Ég myndi stoppa mitt eigið brúðkaup ef: ja ef hvað, kannski ef suðurlandsskjólftinn væri að bresta á og við þyrftum öll að flýja land.
20. Heimurinn mætti alveg vera án: miss world.
21. Ég myndi frekar sleikja svínsrass en að: hætta mér út í pólitík..
22. Bréfaklemmur eru nytsamlegri en: miss world.
23. Ef ég geri e-ð vel, er það: að gera fastafléttu, ég setti mér það mark þegar ég var 10 ára í vindáshlíð og ég verð bara að segja að það hefur tekist, ég er mjög góð í að gera fastafléttu.
24. Myndir sem ég felli tár yfir eru: fáar á seinni árum en í síðustu viku grejaði ég yfir myndinni sisterhood of the traveling pants.

6 Comments:

Blogger Hugrún said...

ooo, þú ert svo skemmtileg.... og með punkt 24... ég líka!

Já, við bæta því við að nóttina sem þóra dreymdi Ethan í þvottahúsinu fann ég hann hoppa í rúminu mínu... en svo var það bara misskilningur, þetta var bara Valdi... þann dag hoppaði hann sér inn í líf mitt og hefur verið þar, með hléum, alveg síðan... það er ekki margir sem eiga svona afgerandi "þegar ég hitti þig í fyrsta skiptið" móment... Já, mema óli hennar ollu...

4:05 AM  
Blogger kaninka said...

nú hvað með óla, henær hittir þú hann?

6:54 AM  
Blogger kaninka said...

nú hvað með óla, henær hittir þú hann?

6:55 AM  
Blogger Hugrún said...

Bargmálar hér?

Ég hitti hann þann 7. nóvember og það fyrsta sem hann sagði við mig var: "til hamingju með afmæli".

7:31 AM  
Anonymous Anonymous said...

oh hann er soooo mikil sleikja hann óli
mjöllin

9:21 AM  
Blogger kaninka said...

nei mér finnst það bar mjög elegant af honum.

1:45 PM  

Post a Comment

<< Home