ég hef engu gleymt...

...þó að ég tali ekki um það og láti sem ekkert sé

Saturday, April 29, 2006

Barnabók í smíðum

Ég ætla mér að gera barnabók og vinna barnabókasamkeppni og græða fullt af peningum.
Hugmyndin er að sanka að mér hugmyndum að leikjum sem reyna á ímyndaunaraflið og sem að börn geta framkvæmt sjálf heima hjá sér eða hvar sem er. Bókin á að hjálpa börnum að finna sér eitthvað að gera í stað þess að vera í tölvunni, glápa á sjónvarpið eða láta sér leiðast. Pælingin er að leita í eigin hugarfylgsnum og annara eftir uppáhalds ímyndurnarleikjum og uppátækjum síðan úr barnæsku. Svo er að setja þetta í einfaldan og skemmtilegan búning sem hentar börnum á aldrinum kannski 5 til 11 ára.
Það væri kannski ein grunnhugmynd að leik á hverri opnu og það væru margar tillögur að útfærslum.
Hugmynd #1 Völundarhús:
Völundarhús er hægt að búa til úr klemmum eða eldspýtum fyrir litla kalla eða bíla. Það er líka hægt að búa til stór völundarhús úr stólum og borðum og teppum inni eða spýtum, plötum og greinum úti eða garðstólum og borðum og teppum úti í góðu veðri. Það er hægt að búa til lítil völundarhús úti úr mold og steinum eða í sandkassanum. Það getur verið mjög skemmitlegt að búa til völundarhús fyrir gæludýrin, svo sem fyrir hamsturinn eða heimilisköttinn. Ég gerði einu sinni glæsilegt völundarhús úr mold og steinum fyrir kríunga sem ég og tveir aðrir stálum úr kríuvarpi, sem ég mæli reyndar ekki með að sé leikið eftir því að er óvíst hvort að mömmurnar vilji kríuungana aftur eftir að manneskja hefur haldið á þeim. En völundarhúsið var flott og við skemmtum okkur konunglega við að horfa á litlu ungana ráfa um gangana tístandi og skríkjandi.
Svo hvet ég ykkur kæru vinir til að kafa djúpt og leita að barninu í sjálfum ykkur, rifja upp bernskubrekin og bæta í bankann. Segið mér frá uppátækjum og leikjum sem þið gátuð dundað ykkur við tímum saman í friði fyrir foreldrum og fóstrum og öðru leiðinda liði. Ef hugmyndin ykkar verður nothæf fáið þið hugsanlega þakkir frá mér í formálanum.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Varstu ekki að enda við að segja hvað þér finnst það æðisleg þegar fólk er ósamkvæmt sjálfu sér. Þú ert þá væntanlega með það á hreinu að þú ert í algeru ósamræmi við sjálfa þig í þessari færslu . . . .

5:00 AM  

Post a Comment

<< Home