ég hef engu gleymt...

...þó að ég tali ekki um það og láti sem ekkert sé

Monday, January 29, 2007

Cosmo girl málar bæinn rauðan

Langþráður draumur varð að veruleika um helgina. Ég skellti mér á fullkomnlega óvænt kokteiladjamm á hinum ólíklegustu börum neðri-bæjarins sem endaði í dansi fram á rauða nótt.
Þetta byrjaði mjög sakleysislega, hitti Hugrúnu, Gutta, Þórð og Þórönu á kaffibrennslunni um kvöldmatarleytið. Við stelpurnar skelltum okkur á einn mojitó svona til hátíðarbrigða. Svo var haldið á kaffi viktor og þar héldum við kokteila smökkuninni áfram: Jarðaberja twister, jarðaberja margarita, cosmopolitan, white russian, eitthvað mangó sull og klassikerinn Cuba libre.
Cosmópolitan var ógeð, smakkaðist eins og meðal, mikil vonbrigði þar!
Eins og sönnum karlmönnum sæmir létu strákarnir ekki plata sig úti eitthvað koteila sull en héldu sig við bjórinn mest allt kvöldið. En þegar komið var á Barinn skilst mér að Þórði hafi tekist að plata oní Sigurgeir og Gutta einn tequila og það var frábært því 5 sek seinna voru gæjarnir komnir fyrstir manna á dansgólfið.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home