Svo virðist sem ég muni aldrei vaxa uppúr unglingamyndunum!

Á gamla sparklingmotion blogginu var að minnsta kosti einn pistill í mánuði um unglingamyndir og heitustu unglingamyndastjörnurnar. Það hefur lítið farið fyrir þessum málaflokki hér á þessu bloggi, enda hefur þetta blogg mitt töluvert virðulegra yfirbragð sem gerir það að verkum að ég hnegjist frekar til skrifa um alvarlegri málefni svo sem, ættfræði, veður og búskap.
Ég ætla að hressa aðeins uppá ímynd þessarar bloggsíðu með smá innskoti um heitustu unglingamyndastjörnu dagsins, "It" strákinn Channing Tatum!

Þetta fagurskapaða nýstirni hefur ekki leikið í mögum bíómyndum, hann hefur aðalega stundað módelstörf og þó hann hafi notið töluverðarar velgengni í þeim bransa þá fannst honum það ekki nógu gefandi og fór því að snúa sér meira að kvikmyndum: “You are just yourself and you look how they tell you to look and that’s really about it, so it’s not that complicated.” Af greiðasemi við kvennkyns lesendur ætla ég ekki að birta neina módelmynd af herra Tatum því samkvæmt eðli hátísku auglýsinga eru þær svo mikið að reyna að varpa út kynþokka þessa unga manns að þær skjóta yfir strikið.

Ástæðan fyrir því að Channing verðskuldar yfir höfuð umfjöllun á þessari bloggsíðu er einfaldlega sú staðreynd að hann lék aðalatracktionið í líflegustu unglingamynd síðasta misseris, nefnilega endurgerð Shakespeare leikritsins Twelfth Night : She's the man! Þar lék hann hinn málhalta Duke sem er íþróttahetja og mikill töffari út á við en mjúkur sem marsipan innávið (og hugsanlega hommi miðað við plott myndarinnar).

En allavega er Channing Tatum mikið augnakonfekt sem ég vona að muni leika í unglingamyndum langt fram á fertugsaldurinn.
9 Comments:
Þetta hefur barasta farið framhjá mér... ég verð að "cach up"... Langar samt aðalega að sjá Durty Dancing aftur... verst að ég er búin að dumpa vídeótækinu...
Á heinhver DD á DVD? Call my!
Ps... komin í páskafrí...
Hef ekki séð neitt af þessu, veit ekkert hver gaurinn er. Er ég að missa það? Eins gott að nemendurnar komist ekki að þessu, þá verð ég talinn ýkt glataður.
Já Dirty dancing... ég skal halda stelpu videókvöld um páskana, með poppi poppað á gamla mátan, appelínusafa, dýnur og teppi!
Já Dirty dancing... ég skal halda stelpu videókvöld um páskana, með poppi poppað á gamla mátan, appelínusafa, dýnur og teppi!
Ég á poppvél :)
Þura
ha áttu poppvél, þú meinar örbylgjuofn?
Nei ég á við poppvél, poppar á gamla mátann nema múmú losnar við að standa yfir pottinum, bara helli baunum og bíð eftir fullkomnu poppi ;)
Þura
Hvað segjir fólk um stelpuvideokvöld hjá mér á skýrdagskvöld! Ég sendi karlinn bara út á fyllerí eða eitthvað svo við stelpurnar getur haft það notó.
Vá ég vildi að ég væri stundum sendur út á fyllerí hehe.
Post a Comment
<< Home