ég hef engu gleymt...

...þó að ég tali ekki um það og láti sem ekkert sé

Wednesday, March 14, 2007

Ég er á rangri hittu ég ætti að vera fermingarplanner, ég gerði svo fínt boðskort í ferminguna hans Steinars. Svo tók ég að mér að vera skreytingarstjóri, þema lituinn er vorgrænn og nú er ég að skima verslanir eftir vorgrænu skrauti og kertum.

Erfiðast verður samt örugglega að finna gjöf handa barninu (ég nota núna hvert tækifæri til að kalla hann barnið því ég hef lofað Sigurgeiri að ég muni hætta að kalla Steinar Barnið strax eftir fermingu, Sigurgeir finnur víst eitthvað til með honum verandi örverpi sjálfur).

Við Sigurgeir vorum að rifja upp hvað við hefðum fengið í fermingargjöf og hvað hefði nýst okkur best, og við vorum eiginlega sammála um að einn hlutur sem við fengum bæði (en ég má ekki nefna vegna þess að Barnið gæti lesið þetta) hefði skarað framúr í notagildi því hann hefur nýst okkur á ferðalagi um lífsins stig er enn í fullri notkun þó hann sé uppí geymslu mestan hluta ársins. Það sem nýttist mér verst voru allir skartgripinir sem ég hef ekki einu sinni haft fyrir að tína heldur eru þeir að morkna ofan í ljóta skartgripaskíninu sem ég fékk líka í fermingargjöf og hefur ekki verið opnað nema annað hvert ár.

Allar tillögur að fermingargjöfum eru vel þegnar!
Hvað fenguð þið í fermingargjöf sem hefur nýst ykkur?

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Fermingargræjurnar nýttust lang best. Þegar ég var að klára MA vantaði mig nefnilega peninga fyrir öllu útskriftartjúttinu og þar sem litli bróðir var þá nýfermdur fékk ég fermingarpeningana hans í skiptum fyrir græjurnar sem hann var hvort sem er búinn að vera með mest allan tímann.

6:51 AM  
Blogger kaninka said...

wow fékst þú alla fermingarpeninganan hans!
Það er magnað.

og já græjur eru klassísk gjöf.

11:01 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég notaði myndavélina mína mest, fannst það æðisleg gjöf.
Ég hef ekki notað einn einasta skartgrip sem ég fékk, var það ekki kiddý sem lét skartgripasmið bræða alla gripina sem hún fékk og búa til nýjan?
Annars verð ég að viðurkenna að ég man ekki vel hvað ég fékk í fermingagjöf, kannski af því að myndavélin var svona mikið hitt.

gunnhildur

10:04 AM  
Blogger kaninka said...

já myndavél er góð pæling, mundi henta honum mjög vel.

Ég hef aldrei átt myndavél og sakna þess mikið (ath ammæli í haust vink vink)

4:59 AM  
Blogger Fláráður said...

Ullarteppið sem ég fékk frá Diddu frænku og niðjum hefur reynst massavel - án gríns. Enn í notkun. Svefnpoki frá einhverjum sem ég man ekki hver var hefur líka verið dreginn fram reglulega, en er ekki nærri jafn mikið notaður eða jafn eftirminnilegur og teppið.

3:28 PM  
Blogger kaninka said...

Já ég fékk heklað teppi frá Ingu Frænku á Húsvík og þó ég hafi ekki fílað það neitt svakalega vel til að byrja með þá er þetta orðið svo stór hluti af mér núna að líklegst myndi ég frekar bjarga teppinu úr eldsvoða en myndaalbúmunum!

4:15 AM  
Blogger Hugrún said...

Ég man ég fékk tvo bolla á glerspeigli sem ég átti að drekka kaffi úr með manninum mínum... guð hvað mér fannst það halló... og var löngu búin að brjóta þá báða þegar ég hitti Gutta í fyrsta skiptið.

Skartgriprinir... oj.... já... er í vandræmðum með þá þessa daganna, þeir nefnilega passa rétt svo í skrínið ef ég treð og leyfi Gutta ekki að geyma ermahnappana í kassanum sem fylgdi með. Svo er hvergi pláss fyrir skrínið því það er svo stórt.

Þatta praktíska sem manni fannst ekkert spennó er svo það sem mest var notað og sumt til enn reglulega notað...

4:00 AM  
Blogger Fríða Rós said...

Ensk Íslensk orðabók var mikið hitt hjá mér. Kannski lítið not fyrir svoleiðis þegar netið er hérna hjá okkur. Kannski alfræðiorðabók. Svefnpoki og tjald alveg bókað næst mest notað (litli bróðir minn eyðilagði svo tjaldið og hef ég sko ekki enn fyrirgefið honum).

Ég held að Emilía sé lang lang skynsömust af okkur öllum til samans.

Hei when I come to think of it þá eru kannski peningarnir mest notaðir. Ég var pínd til að fjáfesta í einhverjum bréfum fyrir þá og leysti þá svo út 17 ára og tók bílpróf. Það hef ég nú notað slatta mikið án þess að hafa nokkurn tíman átt bíl...

Þetta er mjög langt komment, skrifað vikum eftir að færslan var skrifuð svo engin mun nokkurn tíman lesa það. Tjútt!

6:39 AM  

Post a Comment

<< Home