ég hef engu gleymt...

...þó að ég tali ekki um það og láti sem ekkert sé

Wednesday, February 07, 2007

Þið eruð ömurleg


Dúddi hvað vinir mínir eru óspennandi lið upp til hópa!
Af öllum sem féllu í gildruna mína þá voru einungis tvö svör sem báru smá vott um að sá eða sú bæri með sér leyndar tilfinningar.
Þura er skotin í Þórði, þið eruð gift we know!
Kiddy er skotin í Valda, wow big supprise,
Hugrún í Gutta, og til að vera viss um að koma í veg fyrir allan miskiling þá svaraði hún Guðjón Hauksson.
Þórana sagði auðvitað Þorsteinn (ég var svo að vona að eitthvað leynilegt vinnustaða ástarsamband kraumaði þarna undir svölu yfirborðinu).
já og Steinar sagði Katrín og Halli sagði Elín (eins gott) og gaman að vita að þeir lesa bloggið mitt, hæ Halli, hæ Steinar!
Meira að segja Andrés önd sagðist vera skotin í Andrésínu!

Fríða er hinsvegar ekki öll þar sem hún er séð, auðvitað elskar hún Arnar sinn og setti hann í 1. sæti af fullkominni skyldurækni en innst í hjarta hennar veit hún að Steingrímur J Sigfússon er sálufélagi hennar og því fékk hann 2. sætið.
Fríða er djúp og dularfull kona og þriðji karlmaðurinn hefur alltaf höfðað til myrku hliðar persónu hennar, í grámyglu hversdagsins afneytar Fríða þessari dökku hlið sálar sinnar en þegar nóttin kemur dreymir hana um myrkrahöfðingjann Nick Cave.

Hitt svarið sem hefur valdið mér miklum heilabrotum er frá herramanni í dulargervi, sá maður kallar sig Gaur með brjóst og segjist vera skotin í Emilíu Örlygsdóttur! Gaur með brjóst við þig vil ég segja: komdu út úr skápnum (ekki hommaskápnum samt)og játaðu ást þína opinberlega, hrópaðu ástarjántingu þína út um gluggan, tilkynntu heiminum, að þú, hver sem þú ert, sért ástfangin af hinni fögru Emilíu.....

7 Comments:

Blogger kaninka said...

Have you tried are new and improved, super-soft and extra-creamy Bullshit!
Try it, you'll love it!

Þetta kommnet hans Ablelam minnir mig soldið á fólkið í Lovestar sem var í vinnu við að auglýsa á svona one on one basis.

9:26 AM  
Blogger Fláráður said...

lol

6:46 AM  
Blogger sigurgeir said...

hvað í +#$%& þýðir þetta lol sem allir virðast nota í netheimum, ég er búinn að vera að sjá þetta í mörg ár en aldrei þorað að opinbera fávisku mína og spyrja hvað þetta er, en nú bara meika ég þetta ekki lengur, VILL EINHVER SEGJA MÉR HVAÐ ÞETTA ÞÝÐIR!!!

7:19 AM  
Blogger Fláráður said...

Laughing out loud


eða

Ligg og leiðist

7:55 AM  
Blogger sigurgeir said...

aha

takk fyrir þetta Þórður, margra ára frústasjón er að baki, ...pjúff

8:33 AM  
Blogger Fláráður said...

De nada - allt hluti af djobbinu

2:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

varðandi 1-on-1 auglýsingarnar í Lovestar þá hefur slíkt fyrirbæri verið hrint í framkvæmd. Man ekki hvaða fyrirtæki/vara það var en ég las það aglaveganna í No logo e. Naomi Klein. Krípí.

10:24 AM  

Post a Comment

<< Home