Kokteilakviss,
Húsið opnar 19:30 og hefst á kvenlegri spurningakeppni (kokteilakvissi) í umsjá kvenskörunganna Silju Báru Ómarsdóttur, Höllu Gunnarsdóttur og Auðar Alfífu kl. 20:00 stundvíslega. Mælst er til að femínistar mæti tímanlega. Auk þess munu stíga á stokk skúrkurinn eða hetjan Sóley Tómasdóttir, hin ljúfsára Ólöf Arnalds, leikkonan og langsokkurinn Ilmur Kristjánsdóttir, karlafemínistarnir Hjálmar og Gísli og fleiri.
Þó svo miklu hafi verið áorkað er ekki hægt að tala um að algjöru jafnrétti kynjanna hafi verið náð. Því er meiningin að fylla fólk baráttuanda og fagna margbreytileika femínismans. Þannig ætlum við að taka þrjú skref fram á við í jafnréttisbaráttunni næstkomandi fimmtudagskvöld.
Sameinumst í skemmtun á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, fimmtudaginn 8. mars, á efri hæð Barsins (22) kl. 20:00 og fram á rauða femínistanótt. Ekki láta þennan viðburð fram hjá þér fara
1 Comments:
til hamingju með sigurinn í kvissinnu
Post a Comment
<< Home