Gettu betur er kennt í Ármúla!
Ármúli er snilldarskóli:
Nú er hægt að skrá sig í afar skemmtilegan áfanga hjá áfangastjóra, og mun hann kallast Gettu-betur áfangi. Áfangann kennir Gísli Hvanndal, sem hefur bæði þjálfað Morfís og Gettu-betur lið skólans. Allir ættu að geta haft bæði gagn og gaman af áfanganum, hvort sem þeir hafa áhuga á Gettu-betur keppninni eða ekki. Fyrst og fremst verður áhersla lögð á samtímasögu en einnig lestrartækni og önnur vinnubrögð, auk ýmiss annars skemmtilegs fróðleiks.
Nú er hægt að skrá sig í afar skemmtilegan áfanga hjá áfangastjóra, og mun hann kallast Gettu-betur áfangi. Áfangann kennir Gísli Hvanndal, sem hefur bæði þjálfað Morfís og Gettu-betur lið skólans. Allir ættu að geta haft bæði gagn og gaman af áfanganum, hvort sem þeir hafa áhuga á Gettu-betur keppninni eða ekki. Fyrst og fremst verður áhersla lögð á samtímasögu en einnig lestrartækni og önnur vinnubrögð, auk ýmiss annars skemmtilegs fróðleiks.
Markmið, Að nemendur:
- auki almenna færni sína í námi og skipulagi þess; auki lestrargetu sína með hraðlestrartækni og eigi þannig auðveldara með að komast yfir allt það lesefni sem lagt er fyrir í skólanum og meira til.
- hafi meiri þekkingu á samtímasögu og samhengi hennar við fyrri tíma.
- auki fróðleiksþorsta sinn, svali honum, og séu þá e.t.v. betur í stakk búnir að taka þátt í Gettu-betur keppninni, já eða bara Trivial Pursuit um næstu jól.
1 Comments:
Er hægt að taka hann í fjarnámi eða utanskóla? Er Ármúlinn ekki með kvöldskóla?
Post a Comment
<< Home