ég hef engu gleymt...

...þó að ég tali ekki um það og láti sem ekkert sé

Monday, April 02, 2007

Steinar bróðir minn var fermdur í gær í Laugarneskirkju. Hann fer stundum sínar eigin leiðir. Fyrir nokkrum vikum hafði fermingabarnið nefnilega rölt niður á næstu hæð og beðið Hjalta Hugason pabba Hugrúnar um að ferma sig. Hjalti hafði bara tekið vel í það að ferma barnið enda hafði hann líka skírt það á sínum tíma og því gerði hann samning við Hildi Eir í Laugarneskirku um að hann kæmi inní athöfnina og fermdi þetta eina fermingarbarn. Í síðustu viku fer Hugrún eitthvað að minnast á það við mig að pabbi sinn ætli að ferma Steinar, ég kannst ekki við það og þegar ég ræði um þetta við pabba og mömmu koma þau líka að fjöllum. Þau höfðu ekki hugmynd um þetta samkomulag Steinars og Hjalta frekar en ég. En að sjálfsögðu tókum við þessu fagnandi enda reyndist þetta var mjög skemmtileg fermingarathöfn í gær.

Aðkoma Hjalta að fermingunni var með tvennu móti, ekki nóg með að hann fermdi barnið heldur var hann einnig persónulegur stílisti. Hann lánaði fermingardrengnum nefnilega kjólfatajakka, svona mörgæsajakka . Buxurnar sem fylgdu við jakkan voru allt of stórar svo í staðinn voru venjulegar fermingardrengjabuxur voru látnar duga. Slaufuna og mittislindan fengum við í herrafataverslun kormáks og skjaldar sem er blessunarlega komin aftur á stjá og þetta var síðan allt saman poppað upp með konvers skóm.

Veislan var haldinn heima á Laugarnesveg og þó íbúðin sé ekki nema 88 fm var bara ljómandi gaman. Það er einhvernveginn afslappaðra og vinalegra þegar veislur eru haldnar heima og bara enn skemmtilegra þegar þétt er setið. Þá verða bara allir að spjalla við alla, meira að segja unglingarnir urðu að vera sósíal því það var hvergi hægt að vera í friði.

Fermingardrengurinn fékk svo fullt af flottum gjöfum, vænt seðlabúnt og hafði bara gaman af þessu eins og glettnar pósurnar í fermingarmyndatökunni gefa til kynna .

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með bróðir þinn. Kveðja Reynir Prumpa

12:54 PM  
Blogger kaninka said...

Takk Reynir!

2:49 AM  
Blogger Fláráður said...

Til hamó með Steinar!
Ekki var ég svona svalur á því þegar ég fermdist.

6:39 AM  

Post a Comment

<< Home