ég hef engu gleymt...

...þó að ég tali ekki um það og láti sem ekkert sé

Wednesday, April 04, 2007

"Tveir starfsmenn Olís á Reyðarfirði hafa verið ákærðir vegna mengunarslyssins í sundlauginni á Eskifirði"

Mikið vona ég að þessir menn verði ekki fundnir sekir.

Eitthvað finndist mér nú öfugsnúið við réttarkerfi sem dæmir forstjóra Olís saklausan af því að arðræna landann svo árum skiptir af yfirlögðu ráði, en sakfellir svo lágtsetta starfsmenn sama fyrirtækis fyrir eitt einstakt óviljaverk.

Er það ekki einmitt réttlætingin á þessum ógurlegu launum sem topparnir hafa að þeir bera líka ógurlega ábyrð?
Nei, ég var greinilega eitthvað að misskilja heiminn.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home