ég hef engu gleymt...

...þó að ég tali ekki um það og láti sem ekkert sé

Wednesday, August 17, 2005

bonny is back II reality

úps there goes gravity
Já það getur reynst erfitt að fóta sig á ný í hversdagslegum raunveruleikanum eftir að hafa lifað í sólríkum sæluheimi, þar sem lífið snýst um að ná sem mestri ánæju út úr hverju augnabliki sama hver kostnaðurinn er. Sem betur fer þarf ekki mikið til að gleðja litla hjartað mitt og því komst maður tiltölulega stórskuldalaust út úr þessari útlandaferð, nokkrir bjórar á sætum bar síðla kvölds, pastís í morgunsólinni, gúlúas, camenbert, vanilubúðingur í dollu, peysa í H&M ooogsvoframvegis. Sjórokkshátíðin var snilld, mongólskur barkasöngvari, pólskt doowap diddý band sem hét banana boat og magnaðir tónleikar með G0ran Bekóvich þar sem hann tók öll, já, öll lögin af Underground. Æ já svo var alveg ágætt lítið íslenskt band að spila, Rauðar fjaðrir eða rauðir hundar eða eitthvað svoleiðis. Þeir voru svosem ekkert slæmir, voru eins og "HLJÓMAR hafsins í Paimpol", en höfða kannski meira til gamla fólksins, fyrir svona lið eins og Tómas Inga Olrich.

1 Comments:

Blogger Kiddý said...

gaman að heyra í þér loksins. Hvert fórstu? til hvaða lands annars?

skrifa meira- love Kiddy

2:48 AM  

Post a Comment

<< Home