ég hef engu gleymt...

...þó að ég tali ekki um það og láti sem ekkert sé

Thursday, December 15, 2005

jóla hvað?

Sigurgeir reif mig upp í dögun til að draga mig á Þjóðminjasafnið. Gummi og Jó komu við og saman röltum við fjögur í gegnum hljómskálgarðinn í birtingu. Perrinn hann Máni elti okkur, Blindfullur og gulur í framan af reykingum. Í Þjóðminjasafninu voru 300 krakkar komir til að hitta alvöru jólasvein. Kristján á móti okkur í gerfi Jóhanns Óla (kallaður Jóli) hann spilaði undir söng nokkur klassík jólalög. Þvörusleikir ruddist síðan inn með látum og börnin skríktu af taugaveiklun. Ég reyndi eftir bestu getu að útskýra fyrir Jó (sem er kaÞólsk/írsk) hvað væri eiginlega að gerast og hver þessi furðulegi karl væri. Það gekk hálf brösulega og það er ekki við mig að sakast því jafnvel færasti þýðandi ætti í erfiðleikum með að snara nafninu á Þvörusleiki yfir á ensku, hvað þá ef maður reynir líka við Giljagaur og Stekkjastur. Að lokun náði hún samt grunnhugmyndinni þó fáránleg sé, mamman étur óþekk börn, pappinn er latur og leiðinlegur, systkynin eru óþekkt stærð en aðalega er talað um 13 bræður með ýmiskonar furðulega kækji og áráttur, þeir koma svo til byggða einn í einu og gefa góðum krökkum nammi í skóinn.

Er börnin uxu upp og burt
ellimóð þá sátu kjurt
veslings Grýla og Leppalúði.
Á lífið hvorugt þeirra trúði.

Uns Grýla mælti mædd og rám:
- Það mætti reyna að hefja nám ...
Og uppi í Hamrahlíðarskóla
háöldruð þau vermdu stóla.

Í Háskólann þau héldu inn
er höfðu klárað öldunginn.
Innrituð þau eru bæði
í uppeldis- og kennslufræði

4 Comments:

Blogger Hugrún said...

æ, hvað allt er að verða jóló... hey... hvaða t-póst ertu eiginlega með? fæ thora.th sent tilbaka, lok lok og læs.

Jæja, best að fara að vinn eitthvað.

1:28 AM  
Blogger kaninka said...

Ég var einmitt að reyna að skrá mig inn og það virkaði ekki hvað er eiginlega í gangi, helv..

8:16 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hver er Perrinn Máni?

6:17 AM  
Blogger kaninka said...

tunglið duh!

6:46 AM  

Post a Comment

<< Home