ég hef engu gleymt...

...þó að ég tali ekki um það og láti sem ekkert sé

Wednesday, December 14, 2005

partýhegðun


Mér hefur stundum þótt samskiptamáti vina hans Sigurgeirs helst til mínimalískur. Þeim þykir voðalega notalegt að hittast og þegja saman. Mér hefur reyndar stundum þótt það skemmtileg tilbreyting frá fuglabjargargarginu sem myndast í vinahópnum mínum þegar við komum saman og stigmagnast í hlutfalli við bjórdrykkju.
En oftast fer þögnin í vinum Sigurgeirs alveg með mig.
Vinir mínir hafa eflaust tekið eftir því að Sigurgeir finnur yfirleitt litla þörf hjá sér að tala þar sem fjórir eða fleiri eru samankomnir. Margir hafa eflaust ályktað að það sé vegna þess að hann er feiminn, en það er ekki rétt, þetta er bara dýnamík sem fer ósjálfrátt í gang hjá honum og hans vinum, þ.e. að málbeinið lamast í hlutfalli við persónur í herberginu. En þetta er ekki alveg svona einföld formúla, það er ein lítil undantekning á þessari jöfnu og endanleg formúla gæti verið á þessa leið:
Málbeinið hjá Sigurgeiri og vinum hans lamast í hlutfalli við aukinn fjölda persóna í herberginu nema á Grundarfirði, þar snýst formúlan við og málbeinið liðkast eftir því sem persónum í herberginu fjölgar. Á Grundarfirði bætist síðan við trylltur dans og óráðsleg hegðun í hlutfalli við bjórdrykkju.
Ég hef engar félagsfræðilegar skýringar á þessari hegðun og litlar sannanir aðrar en þessar myndir sem eru teknar af Guðmundi Rúnari Guðmundsyni.

4 Comments:

Blogger Hugrún said...

áhugavert... hvað skydi valda þessu? Getur verið að við vinkonurnar mundum þeiga á grundarfirði? Það hlýtur að vera einhver eðlisfærði hér á bakvið,,, þú ættir að fá þér svona segulsviðsmælitæki eins og góstbusters voru með.

3:01 AM  
Blogger kaninka said...

já góð pæling það gæti verið gaman að kanna það hvort að við myndum þegja meira á Grundarfirði, það væri sérstaklega áhugavert að athuga áhrifin á Ingunni.

5:16 AM  
Anonymous Anonymous said...

ég gerði bara alltaf ráð fyrir að hann væri svona leiðinlegur... - er búið að afsanna það?

1:54 PM  
Blogger sigurgeir said...

nei alls ekki ég er mjög leiðinlegur
og vitlaus líka

3:44 PM  

Post a Comment

<< Home