ég hef engu gleymt...

...þó að ég tali ekki um það og láti sem ekkert sé

Friday, September 30, 2005

kvennafrídagurinn

Jæja nú á að endurvekja kvennafrídaginn. Ég fékk strax sting fyrir hjartað þegar ég las póstinn frá Hugrúnu með auglýsingu um þetta. Ég veit svosem að ég verð mætt í kröfugönguna þarna kl 3 en það skipir ekki neinu máli því ég er alvinnulaus aumingi þessa dagana og enginn mun sakna vinnuframlags míns.
En mér varð samt hugsað til vinnunar minnar í fyrra á frístundaheimilinu, þar sem að maður var gersamlega ómissandi, límið sem hélt starfinu saman, með 120 börn, 200 foreldra og 17 starfsmenn á mínum snærum það hefði verið meira en að segja það ef kvennafrídagurinn hefði verið endurvakinn í fyrra. Ég veit hreinlega ekki hvort að ég hefði treyst mér til þess að stinga af frá öllu þessu kl 14:08.
Í auglýsingunni er einmitt sagt að kl 14:08 séu konur búnar að vinna fyrir launum sínum, ef litið er til munar á atvinnutekjum karla og kvenna sem eru 64,15% af launum karla. Með alla þessa ábyrð sem ég hafði í starfi mínu í fyrra, ég var satt að segja að reka heilt fyritæki, þá var ég sko ekki á neinum forstjóralaunum, ó nei. Ég var með sömu laun og Sigurgeir ástmaður minn var með í sumarvinnunni sinni þar sem hann var lagermaður hjá litlu einkafyrirtæki, þar bar hann ekki ábyrgð á neinum nema sjálfum sér og það voru ekki gerða kröfur til þess að starfsmaðurinn væri með háskólamenntun eins og var í mínu starfi. Hugsa sér, mig langar næstum að genja af gremju. Samkvæmt þessu þá var ég sko búin að vinna fyrir laununum mínum kl 14:08 en það er akkúrat tíminn sem starfsemi Laugarsels er að komast á fullt skrið og börnin fara að streyma úr skólanum.
Ég veit hreinlega ekki hvort að ég hefði treyst mér til að leggja niður störf undirmönnuð eins og við vorum oft, hvað þá ef allar konurnar í Laugarseli hefðu lagt niður störf, það hefði þurft að loka frístundaheimilinu, mig hreinlega hryllir við tilhugsuninni að þurfa að útskýra það fyrir úttauguðum foreldrum. Konurnar sem eiga hvað erfiðast með að leggja niður störf í þennan stutta tíma eru náttúrulega konurnar sem vinna á stórum kvennavinnustöðum: á leikskólum, frístundaheimilum, elliheimilum og spítölum. Ég efast um að margar konur í þessum geira hafi samviskuna í það að leggja niður störf þennan dag þó svo að þetta séu einmitt konurnar sem þurftu mest af öllu að sýna það hvað þeirra starf er mikilvægt fyrir samfélagið.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

This comment has been removed by a blog administrator.

4:49 AM  
Blogger Egill said...

Hi there! man do I like your blog! You're greate. Just wanted to ripp you off though... Gimme your credit card and your bank-account number. I really do like your blog :) Your friend.

7:36 AM  
Blogger kaninka said...

já þessi komment eru ömurleg, hvernig get ég losnað við þau? get ég einhvernvegin eytt þeim út eða blokkerað þau?

4:49 AM  
Blogger Fláráður said...

ef þú lítur á kaffibollakonuna þá er hún með ráð við þessum óþverra. Ob btw gaman að sjá þig virka á ný

6:53 AM  

Post a Comment

<< Home