ég hef engu gleymt...

...þó að ég tali ekki um það og láti sem ekkert sé

Saturday, March 04, 2006

Emilía, fyrstir koma fyrstir fá!

1. Þú ert ábyggilega einn færasti sálfræðingur sem fyrir finnst á íslandi þegar kemur að því að koma auga á vandan og skilgreina hann í smáatriðum, þig vantar samt kannski soldið uppá þegar kemur að mikilvægasta hlutanum og það er hvernig á að vinna á vandanum og yfirstíga hann. Eitt skemmtilegt dæmi um þetta er þegar þú sagðir mér frá því að þú gætir ekki hugsað þér að kaupa notað leirtau því þér þætti það svo ósnyrtilegt og ógeðfelt, þú gerðir þér samt fullkomnlega grein fyrir því hvað þetta væri órökrétt því þú ættir ekki í nokkrum vanræðum með að drekka úr bollum á kaffihúsum sem hundruð manns hefður notað áður. Þú gast semsagt skilgreint þessa litlu snyrtimaníu þína og gerðir þér grein fyrir því að hún var ekki skynsamleg en samt gastu ekki enn hugsað þér að kaupa notað leirtau.
2. Morgunlagið þarna sem ég man ekki alveg hvað heitir eftir Grieg minnir mig alltaf á þig og þegar við vorum ellefu ára dramadrottningar.
3. Ætli það sé ekki bara kjötbollur í brúnni sósu
4. Ég man ekki mikið frá þessum fyrstu árum okkar, allavega ekki mjög skýrt, ég man bara eftir stemmningunni að búa í þessu stóra húsi sem var fullt af börnum, ég man að þú varst soldið sérvitur og nákvæm og miklu ákveðnari en ég, þú hafðir mikla réttlætiskennd og lést ekki svo auðveldlega leiða þig út í einhverja vitleysu.
5. Þú ert nú bara kisa er það ekki.
6. Er ástæðan fyrir því að þú forðast sólbrúnku eins og heitan eld kannki sú að þú ert í raun vampíra?

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

ok Gutti hér kemur þinn dómur:
1. Þú ert skynsamasti maður sem ég þekki, hrein skynsemi virðist ráða í 99% af þeim ákvörðunum sem þú tekur, meðaltalið hjá örðu fólki er svona nær því að vera í 33% tilvikum.
2. nanananana Batman... æ það er varla lag meira svona stef, allavega salonísti minnir mig líka á þig hlaupandi allsberan um stofuna, myndin er ekki ein heldur allar teiknimyndir sem gerðar voru á árunum 1990-1994, Ferðin mikla og fuglastríðið sérstaklega.
3. æ þessu get ég aldrei svarað, ég er ekki mjög bragðoríenteruð í hugsun. Svínakótelettur kannki, mannstu: “ertu með heila”
4. Ég mamma og Júnas páll vorum að keyra til vestfjarða sumarið 1987 þegar við stoppuðum á fallegum stað átum nesti og mamma sagði mér að hún væri ólétt og þeð reyndist vera lítill Guttormur.
5. uhh guttormur!
6. Getur þú nefnt mér einhverja afar óskynsamlega ákvörðun sem þú hefur tekið?

10:04 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég veit ekki, en ég virka að minnsta kosti yfirleitt betur á nóttunni.

2:43 PM  
Blogger kaninka said...

aha þú ert vampíra!

2:38 PM  
Blogger kaninka said...

1. Þú átt eftir að ná langt í lífinu Valdi minn, ég er sannfærð um það að sama hvað kemur fyrir þig þá muntu alltaf lenda á afturlöppunum.
2. Under my thumb með rollingunum, þú kenndir mér að meta það.
3. Grilluð samloka með osti og tómatsósu
4. Þú og Gunnar Már í fyrsta bekk í MS, þú í skopparaátfittinu og með nördanefið þitt, þið voruð eitthvað að testa mig og spurja mig spjörunum úr til að vita hvort að ég væri inn eða out.
5. Hlébarði, nei djók.... uhh hrútur, já hrútur.
6. Hvaða einkunn fæ ég í wicked game?

2:52 PM  

Post a Comment

<< Home