Hillbillí killbillí
Pabbi var að segja mér frá heimildarmynd sem hann horfði á um ljósmyndararnn Shelby Lee Adams. En sérsvið hans er að taka myndir af Hillbillíum og myndirnar hans eiga það sameiginlegt að fólkið á þeim er allt frekar óhugnanlegt og skrítið. Í heimildarmyndinni kom fram að flestar myndirnar hans eru uppstilltar, myndatökumenn fylgdust með myndatökunum og fólk sem vitist nokkuð eðlilegt í gengum linsu sjónvarpsvélanna varð stórfurðulegt í gegnum linsu Shelby Lee Adams. Það má segja að einmitt þessi eiginleiki er það sem gerir Shelby að svona góðum ljósmyndara en svo má líka fárast yfir því að hann sé að gera fátæklinga í afskekktum byggðum bandaríkjana að ómanneskjulegum furðuverum. Hann ali semsagt á þeirri steríótýpu sem hefur birst í myndum eins og Deliverance, að mountaineer fólk sé úrkynjað og skrýtið. Ef þið Googlið hann þá sjáð þið hvað ég á við!
1 Comments:
já,þessvegna! myndir af mér koma líka alltaf svona út.
Post a Comment
<< Home