tilraun 2
Ég og bumbulína tókum videó á föstudaginn. Með örlitlu væli og nokkrum bolabrögðum tókst okkur að fá Sigurgeir til að leyfa okkur að taka rómantísku gamanmyndina The Prince and Me. Valið stóð reyndar á milli hennar og The Cutting Edge 2 og því miður hafði Prinsinn yfirhöndina. Prinsinn ver nefnilega hvorki gamansöm né rómantísk, hún ver ekki einu sinni væmin.
Nú segja einhverjir hjartleysingjar “auðvitað var hún ömurleg, þetta er fjöldaframleidd Disney klisja, við hverju bjóstu” bla bla bla. Fólk sem hugsar svona fílar bara ekki rómantískar gamanmyndir og svoleiðis fólk mun aldrei skilja vonbrigði okkar Ingunnar með þessa mynd. Málið er nefnilega að þegar maður leigir rómantískar gamanmyndir þá setur maður aðra standarda en á allar aðrar myndir, maður setur sig í ákveðnar stellingar. Fólk sem ekki fílar rómantískar gamanmyndir hefur aldrei lært þá list að slökkva á allri meðvitaðri hugsun, tjúna tílfinningarnar í botn og bara njóta. Við Ingunn erum mjög góðar í þessari list, Hugrún líka og Emílía, hún er eiginlega meistarinn.
En ef við Ingunn erum svona góðar í þessari list hvaðan komu vonbrigði okkar með Prinsinn? Málið er að rómantískar gamanmyndir verða að uppfylla fjögur grunnatriði til þess að hægt sé að njóta þeirra og hér að neðan hef ég góðfúslega tekið þessi atriði saman fyrir þau ykkar sem ekki kunnið þá list að horfa á rómantískar gamanmyndir.
Fjögur grunnatriði sem rómatísk gamanmynd verður að uppfylla
1. gaurinn verður að vera sætur, ef ekki verður hann að bæta það upp með sjarma.
2. gellan verður að hafa smá bein í nefinu, soldið spunký karakter, þið skiljið mig.
3. það verður að vera húmor í myndinni eða fyndinn aukakerakter svo sem homma vinur, feitur vinur eða skrítin amma.
4. söguþráðurinn má vera eins óraunverulegur, asnalegur og ólógískur og mögulegt er en það verður að felast í honum smá drama eða ævintýri, flatneskja er sama og dauði.
Fyrir þá sem gætu hugsað sér að stúdera betur þá list að horfa á rómantíska gamanmynd þá útbjuggum við Ingunn lista yfir allrabestu rómantísku gamanmyndirnar sem gott er fyrir óreynda að æfa sig á áður en farið er að taka vafasamari og erfiðari myndir.
Bestu rómantísku gamanmyndirnar (í stafrófsröð):
Briget Jones
Cry baby
The Cutting Edge
Dirty Dancing
Drive me crazy
Fever pitch
Grease
Grosse point blank
Love and Basketball
Never been kissed
Shrek
Sweet home Alabama
When Harry met Sally
Er ég nokkuð að gleyma einhverri?
Nú segja einhverjir hjartleysingjar “auðvitað var hún ömurleg, þetta er fjöldaframleidd Disney klisja, við hverju bjóstu” bla bla bla. Fólk sem hugsar svona fílar bara ekki rómantískar gamanmyndir og svoleiðis fólk mun aldrei skilja vonbrigði okkar Ingunnar með þessa mynd. Málið er nefnilega að þegar maður leigir rómantískar gamanmyndir þá setur maður aðra standarda en á allar aðrar myndir, maður setur sig í ákveðnar stellingar. Fólk sem ekki fílar rómantískar gamanmyndir hefur aldrei lært þá list að slökkva á allri meðvitaðri hugsun, tjúna tílfinningarnar í botn og bara njóta. Við Ingunn erum mjög góðar í þessari list, Hugrún líka og Emílía, hún er eiginlega meistarinn.
En ef við Ingunn erum svona góðar í þessari list hvaðan komu vonbrigði okkar með Prinsinn? Málið er að rómantískar gamanmyndir verða að uppfylla fjögur grunnatriði til þess að hægt sé að njóta þeirra og hér að neðan hef ég góðfúslega tekið þessi atriði saman fyrir þau ykkar sem ekki kunnið þá list að horfa á rómantískar gamanmyndir.
Fjögur grunnatriði sem rómatísk gamanmynd verður að uppfylla
1. gaurinn verður að vera sætur, ef ekki verður hann að bæta það upp með sjarma.
2. gellan verður að hafa smá bein í nefinu, soldið spunký karakter, þið skiljið mig.
3. það verður að vera húmor í myndinni eða fyndinn aukakerakter svo sem homma vinur, feitur vinur eða skrítin amma.
4. söguþráðurinn má vera eins óraunverulegur, asnalegur og ólógískur og mögulegt er en það verður að felast í honum smá drama eða ævintýri, flatneskja er sama og dauði.
Fyrir þá sem gætu hugsað sér að stúdera betur þá list að horfa á rómantíska gamanmynd þá útbjuggum við Ingunn lista yfir allrabestu rómantísku gamanmyndirnar sem gott er fyrir óreynda að æfa sig á áður en farið er að taka vafasamari og erfiðari myndir.
Bestu rómantísku gamanmyndirnar (í stafrófsröð):
Briget Jones
Cry baby
The Cutting Edge
Dirty Dancing
Drive me crazy
Fever pitch
Grease
Grosse point blank
Love and Basketball
Never been kissed
Shrek
Sweet home Alabama
When Harry met Sally
Er ég nokkuð að gleyma einhverri?
10 Comments:
10 Things I Hate About You
Legally Blonde
A Lot Like Love
Titanic
Var Fever Pitch rómantísk gamanmynd? Ég upplifðana sem drama um samband konu við mann sem var alvarlega félagslega heftur. Mér leið meira að segja mjög illa eftir áhorfið af því að hún endaði svo illa - án þess að maðurinn leitaði sér hjálpar.
já 10 things gleymdi henni og leagally blond já við ræddum um hana en ég gleymdi bara að setja hana á listan, a lot like love, ég veit ekki ég er bara búin að sjá hana einu sinni og ég er ekki alveg viss, þarf eiginlega að sjá hana aftur.
Titanic oj ertu hálfviti, hver skrifaði þetta, Titanic getur enganvegin verið flokkuð sem rómantísk gamanmynd, hún endar illa og allt.
og já fever pitch skartar sjálfum mr Darcy í aðalhlutverki og er bæði fyndin og rómantísk, hún er reyndar í svona nútímalegum búningi og er ekki alveg eins klisjukennd og oft vill verða í svona myndum og halló hún endar beautifully!
Þórður minn þú ert að misskilja myndina hann þurfti ekki sérfræðingsaðstoð hann þurfti bara að eignast líf sem snérist ekki eingöngu um fótbolta og svo auðvitað líka ást góðrar konu.
ef þú setur ekki A lot like love þarna inná þá hætti ég að tala við þig.
það er jafnvel líka hægt að bæta Walk the line við listann...
o.
ok ok
"A lot like love" er komin inn á listan, en "walk the line" er kannski rómantísk en er hún rómantísk gamanmynd, á hún heyma í þessu genre?
ATH ég hef ekki séð hana enn...
er Love and Basketball gamanmynd?
skoooooooooooo love and basketball verður eiginlega að vera þarna útaf því að hún er svo mögnuð en það var erfið ákvörðun það var líka talað um out of sight sem einstaklega rómantíska en umfram allt greddufulla mynd sem gefur mér enn bóner
konan með bastarðinn
Ég vil setja "Must Love Doges" á listann mæli með henni!!!!
Það eru til endalaust margar skemmtilegar rómantískar gamanmyndir en margar eru kannski ekki svo góðar... en sumar eru það... hum... er að kenna... ætti að vera að sinna nemendum... en þau eru að ræða kvenímyndir og gagnkynhneigð í Bridget Jones... vá, hvað það er gaman að heyra í þeim....
Post a Comment
<< Home