ég hef engu gleymt...

...þó að ég tali ekki um það og láti sem ekkert sé

Monday, May 14, 2007

Hver vill kaupa kastala?

Hér er ein furðulegasta bygging sem ég hef séð. Það er staðsett rétt hjá Vogum á Vatnsleysuströnd. Ég sá þetta hús þegar ég fór í bíltúir með pabba og mömmu um páskana og við göptum af undrun. Pabbi bölvaði mikið yfir því að hafa gleymt myndavélinni. Ég veit ekki hvaða stíll þetta er - timburklæddur kastali með amerískum gluggum. Stórir feitir turnar á litlu ferhyrndu húsi og það er eitthvað dularfullt við hlutföllin. Svo er það í engu samhengi við umhverfið í kring, það sést ekki á myndinni en öll húsin í kring eru pínulitir kofar. Þetta hús rís uppúr kofaþyrpingunni eins og kastali lénsherra.

13 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Vá, þú ert alveg brilliant blogger, alltaf eitthvað sniðugt sem þú ert að koma með. Ég vil halda nafnleynd.

8:43 AM  
Blogger kaninka said...

"Ég vil halda nafnleynd"
Afhverju? Þetta er afar dularfullt.

Hum þetta er augljóslega einhver sem maður kannast eitthvað við. Hvern þekkir maður sem er svona örlátur á hrós án nokkurar kaldhæðni? Það þrengir hópinn verulega. Svo er einhver stelpulegur tónn í þessum orðum VÁ, BRILLIANT, SNIÐUGT. Það er eitthvað saklaust og barnslega hreinskilið við það að segja blátt áfram "ég vil halda nafnleynd" en hún er augljóslega líka frekar feiminn. Hugsanlega er hún eitthvað yngri.

Þeta gætu verið einhverjar af vinkonum Gutta, Gutti hvað segjir þú um það? Eða einhver af þessum litlu femínista stelpum sem bera af einhverjum ástæðum óttablandna virðingu fyrir Bríetum. Kannski er þetta einhver lítil frænka, Sjöfn Ýr? Varla hún er nú ekki feiminn. Ummm mér dettur enginn annar í hug.

2:25 AM  
Anonymous Anonymous said...

vá þóra, færðu aldrei hrós? verð að muna að hrósa þér oftar (og þá undir nafni)

olla

3:39 AM  
Blogger Guttormurinn said...

Það er ekkert minna um kaldhæðni í mínum vinahóp svo ég kannast ekki við stílinn.

4:32 AM  
Blogger Unknown said...

Er þetta ekki kaldhæðni? -Var þetta kaldhæðni? -Fokkk ég veit ekki lengur svo ég segji pass.

9:56 AM  
Blogger Fláráður said...

Hélt að allir væru að kommenta á kastalann - Geðveiki í viðarformi. Einhver nýríkur sem hefur á seinustu stundu ákveðið að hann langaði meira í snekkju, eða Phil Collins í afmælið sitt.

2:04 PM  
Anonymous Anonymous said...

einhver niðurstaða komin í þetta mál þóra?
en húsið.... "fyrsta flokks timbur frá tékklandi og gluggar frá kanada" maður þarf greinilega að leggja í stórkostlega rannsóknarvinnu áður en maður setur saman fasteigna auglýsingu. Ég hef ekki hugmynd um hvaðan gluggarnir af minni íbúð eru eða hvað þá heldur hvers lends steypan er. læt þig vita hvað kemur í ljós.
flott hús, alls ekkert athugavert við það.

8:35 AM  
Anonymous Anonymous said...

Vá, fólk getur verið svo forvitið ef maður heldur nafnleynd. Þið fáið aldrei að vita hver ég er. Samt skemmtilegar pælingar með kyn nafnlausu manneskjunnar. Ég er feitur karl!

1:51 AM  
Blogger kaninka said...

Olla: Já takk, endilega!
Gutti: Æ...get out while you can, það er enþá séns fyrir þig að finna nýja vini áður en hjarta þitt verður orðið að steini.
Valdi: þú ert djúpt sokkin í fen kaldhæðninnar, nú getur enginn bjargað þér nema Íþróttaálfurinn.
Þórður: Mér brá mjög þegar ég sá hann auglýstan á mbl.is. hver byggir svona geðveiki og heldur að þetta sé söluvænlegt. En líklega er þett eins og þú segjir einhver mjög óákveðinn nýríkur plebbi.
Gunnhildur: Mikið væri nú gaman ef þú ættir fullt af peningum, þá væri nú gaman að sjá hvað þú myndir fjárfesta í, kastala á Reykjanesi, skýjaklúfur á svalbarða, skíðaskála í Tókíó.....

2:32 AM  
Blogger Guttormurinn said...

Ef ég væri ríkur myndi ég búa í völundarhúsi.

11:25 PM  
Blogger kaninka said...

ohh brilliant hugmynd, þá kæmist enginn í heimsókn til þín, nema hann virkilega langaði til þess að hitta þig og væri tilbúinn að eyða mörgum klst í að finna þig eða þá að hann væri hreinn snillingur og væri með ofurnæmt stærðfræðilegt rúmskyn.

2:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

I will not acquiesce in on it. I think warm-hearted post. Particularly the designation attracted me to be familiar with the sound story.

8:15 PM  
Anonymous Anonymous said...

Good dispatch and this enter helped me alot in my college assignement. Say thank you you for your information.

5:44 PM  

Post a Comment

<< Home