ég hef engu gleymt...

...þó að ég tali ekki um það og láti sem ekkert sé

Wednesday, January 04, 2006

samsæri eða tilviljun?

Það var nú ekki margt sem situr eftir af manntaskólanáminu en einstaka pælingar hafa fests af einhverjum sökum. Einhverntíman vorum við að lesa Laxness í íslensku og ég man ekki hvaða kennari það var eða hvaða Laxness bók við vorum að lesa en umræðan snérist allavega um nöfnin í Laxness bókunum og af hverju þau væru svona skrýtin. Kennarinn kom með þá skýringu að það væri af því að Laxness var oftar en ekki að stínga á einhver kíli og opinbera afturhaldsemi íslendinga, heimsku og svo framvegis en hann vildi forðast það að persónugerfingar afturhaldseminnar, heimskunnar og svo framvegis yrðu bendlaðir við raunverulegt fólk þanning að hann forðaðist nöfn eins og Guðmundur Jónson og Guðrún Gunnarsdóttir.
En jæja Það er líka gaman að skrýtnu nöfnunum hans Laxness og Íslendingar hafa heldur betur gripið þetta nafnaflipp á lofti og klínt því á komandi kynslóðir, því nú heitir enginn Guðmundur Jónson og Guðrún Gunnarsdóttir.
Ef kenning kennara míns er rétt þá finnst mér það bara nokkuð tillitsamt af honum Laxness. Þó skrýtnu nöfnin hafi vissulega ekki stoppað vangaveltur um hver fyrirmynd hinar og þessarar persónu sé þá er það allavega ekki alveg augljóst.
Ég hef verið að lesa Arnald Indriðason undanfarið og hef mjög gaman að flestu því sem ég hef lesið eftir hann. Eins og gerist og gengur fer manni oft að þykja nokkuð vænt um ímyndaðar persónur sem maður kynnist í gegnum lestur eða sjónvarpsgláp, maður grætur með þeim og hlær, en þar sem ég tel mig vera sæmilega heila á geði þá geri ég mér grein fyrir því að þetta er ekki í alvörunni. Ég fékk því vægt sjokk þegar ég áttaði mig á því að ég þekkti "í alvörunni" Erlend Sveinsson úr bókunum hans Arnaldar. Erlendur "Alvöru" Sveinsson er rosa fínn eldri maður sem réð mig til vinnu nú í haust í seltjarnarneskirkju, hann er hættur að vinna núna en var yfirvarðstjóri hjá lögreglunni og starfaði þar í rúm 40 ár. Er þetta tilviljun? Ég veit hreinlega ekki!
Ég ákvað að spyrja konuna hans Erlendar "Alvöru" Sveinssonar hvernig stæði á þessu. Hún sagðist sjálf vera mikill aðdándi Arnaldar Indriðasonar, hún sagði að margir hefðu einmitt verið að velta því fyrir sér hvernig stæði á þessu. Hún taldi að Arnaldur hlyti að hafa heyrt einhverjar sögur eða lýsingar á Erlendi "Alvöru" Sveinssyni af öðrum lögreglumönum því þau þekktu Arnald ekki neitt en henni fannst samt margt í fari Erlendar "sögupersónu" Sveinssonar grunnsamlega kunnuglegt. Henni þótti þetta samt bara skemmtilegt og hver veit kannki er þetta bara hrein tilviljun.

1 Comments:

Blogger Hugrún said...

hummm....

5:52 AM  

Post a Comment

<< Home