ég hef engu gleymt...

...þó að ég tali ekki um það og láti sem ekkert sé

Friday, February 03, 2006

Gulltryggt

Ég var að lesa bloggið hennar Hugrúnar og það var svo skemmtilegur útúrsnúningur á staðhæfingunni um “4 kvikmyndir sem ég get horft á aftur & aftur” Eflaust misskyldi hún spurninguna viljandi en í stað þess að setja bara hreint út hvaða kvikmyndir hún getur horft á aftur og aftur þá heldur hún þessu öllu saman opnu og segir bara hvaða fjórar leikkonur og fjórir leikkallar hún elskar og horfir á allar myndir með eða eitthvað í þá veruna. Allavega þá er ég svona líka ég ætti mjög erfitt að negla niður einhverjar ákveðnar myndir sem ég fíla endalaust, það breytist mjög fljótt og fer eftir í hvaða skapi ég er en leikarar er annað mál, fyrir mér eru alltaf ákveðnir leikarar gulltryggðir og ég horfi hreinlega á allar myndir sem ég rekst á með þeim, fyrir Hugrúnu eru þessir leikarar Gulltryggðir: “Allar Reese Witherspoon, Kirsten Dunst, Renée Zellweger og Cate Blanchett myndir ásamt öllum Colin Firth, Alan Rickman, Orlando Bloom og Keanu Reeves myndir” (endalaus hamingja 02.02. 2006)
Ég er nokk sammála kanski fyrir utan Orlando Bloom ég hefði skotið inn John Cusak í staðinn en allavega þá var ég að hugsa að enginn leikari er samt gulltryggður, ekki einu sinni Keanu þó hann sé endalust sætur og því ákvað ég að fara í smá rannsóknar leiðangur og finna allavega eina ömurlega mynd með öllum þessum leikurum he he he og niðurstöðurnar voru eftirfarandi:

Reese Witherspoon – Little Nicky – ok Reese hefur reyndar leikið í furðu fáum ömurlegum myndum Little Nicky er glötuð en ekkert ÖMURLEG, mig grunar reyndar að Desperate Choices: To Save My Child sé frekar ömurleg.
Kirsten Dunst - Get Over It – bara mjög óeftirminnileg mynd sem við tókum held ég saman einmitt af því að Kirsten Dunst er “safe bet” en enginn er fullkomin Fifteen and Pregnant er líka ábyggilega ekki skemmtileg en ég ætla mér ekki að komast að því.
Renée Zellweger – Chicago – trónir á efsta sæti listans sem ömurlegasta kvikmynd sögunnar, slökkti á henni eftir 20 min og hafið það í huga að ég þrælaði mér í gegnum king Artúr þó hún væri líka ömurleg og nærri þriggja tíma löng.
Cate Blanchett - Pushing Tin – þessa tókum við reyndar af því að John Cusak leikur í henni en Oh my god hvað hún er ömurleg, ég fékk testosterone eitrun við inntöku og hverjum dettur í hug að búa til hetjumynd um flugumferðarstjóra, ég hef séð fréttamyndir úr verkfalli flugumferðastjóra og þeir líta allir út eins og feitir stressaðir leigubílstjórar.
Colin Firth og Alan Rickman - Love Actually – þó svo að ég fíli yfirleitt yfirgengilegar rómantískar gamanmyndir þá bara virkaði þessi ekki vel á mig, þessar átta eða níu ástarsögur voru svo samhengislausar að myndin virkaði á mig sem 90 min auglýsingahlé með átta eða níú auglýsingum, ein frá Íslandsbanka, ein frá VÍS, ein frá Always Ultra, ein frá Happdrætti DAS, ein frá Ingvari Helgasyni, ein frá blah blah o. sv. Fr……..
Orlando Bloom - Troy og Kingdom of Heaven – Stundum er ég í stuði fyrir svona stórar epískar myndir um stórar hetjur og með stórum bardögum en þær heppnast bara ekki alltaf nógu vel þessar stóru myndir, þó að það sé ausið í þær peningum og valin maður í hverju horni þá bara vantar stundum eitthvað UMMF í myndina.
Keanu Reeves - The Replacements- ömurleg mynd, íþróttahetjuklisja frá upphafi til enda en það er nú kanski ekki við Keanu að sakast, hann reyndi víst eins og hann gat að komast frá því að leika í þessari mynd en lenti í lagadeilum við framleiðendur og var á endanum píndur til að leika í henni greyjið.

Heimild:
Internet Movie DataBase

3 Comments:

Blogger Hugrún said...

Fock... vissi að ég var að gleyma einhverjum... John Cusak, sem er í raun eini maðurinn sem hefur verið á listanum allt mitt líf... mér líður eins og ég hafi haldið framhjá. Lengur en Keanu Reeves... ansk...

og svo verð ég bara að segja að The Replacements er lélegt dæmi um lélega mynd með Keanu Reeves. Hún er langt um betri en margar lélegar myndir... + að flestar myndirnar sem þú nefnir sem lélegar með uppáhálds leikurunum mínum hefu ég ekki séð, og mun ekki sjá, þökk sé þér, og eru því ekki til í mínum huga... ég sé þessvegna er það til... er sko mottóið mitt...

Annars ertu bara vel greind þóra... þ.e.a.s. lest hugsanir mínar ágætlega vel.

7:48 AM  
Blogger kaninka said...

Gott mottó Hugga mín, out of sight out of mind... úu Out of sight þarna er komin mynd sem ég get horft endalaust á, kannki ég fylli bara samviskusamlega út þennan asnalega spuningalista eftir allt saman og setji á bloggið mitt í stað þess að vasast í annara manna svörum.

2:48 AM  
Blogger Fláráður said...

LOL - oh þetta var skemmtileg lesning

2:06 PM  

Post a Comment

<< Home