ég hef engu gleymt...

...þó að ég tali ekki um það og láti sem ekkert sé

Tuesday, February 07, 2006

Sigþórgeira

Jæja... þetta litla "trading places" ævintýri okkar Sigurgeirs lagðist ekki vel í fólk. Ég var ekki búin að átta mig á því að fólk gerir svona skýran greinar mun á okkur sem persónum. Ég hélt að við værum með svo áþekkan smekk að það mundi hreinlega enginn taka eftir því þó við rugluðum reitum okkar saman.
Það er samt ágætt að vita að mín er ekki orðin fullkomnlega intigreruð í eitthvað Borg unit sem er sambland af persónuleka okkar tveggja, "resistance is futile you will now become Sigþórgeira". Eða það sem verra hefði verið að ég væri gjörsamlega kólóniseruð af Sigurgeiri og hans áhugamálum eins og konan talar um í Fever Pitch... Gaaah sem er kannski ekki svo fjarri lagi þar sem ég var að átta mig á að hér rétt að ofan var ég að kvóta í Star trek.
Hann hefur kólóniserað mig bölvaður þrjóturinn og nú er ég farin að nota myndlíkingar úr star trek. Þetta byrjar með litlu saklausu kvóti á blogginu en smátt og smátt verður unglingamyndafetishið mitt að þaggaðri menningu og gleymist í Star Trek-Battilstar Galactica hegemóníunni. Þetta gengur ekki ég verð að stöðva þessa þróun og hefja frelsisbaráttu með öllu heila klabbinu: Ég byrja á að semja sjálfstæðisyfirlýsingu sem upphefur gildi unglingamyndanna og Dirty dancing og Bring it on verða sett á stall sem tímamótaverk. Svo verð ég reka upp herör gegn nördaskapnum, Battelstar Galactica, Enterprise og jafnvel Lost mun ekki voðgangast í mínum húsum lengur og ég mun hefja málhreinsun til að eyða út nördalegum áhrifum í skrifum mínum og tali.
Og þegar nördaskapurinn hefur verið sigraður þá tekur við nýr og betri heimur, heimur rómantísku gamanmyndanna.

3 Comments:

Blogger Hugrún said...

Mér finnst nú ekkert að því að samþætta ólík sjónarmið og koma út sem einstaklingur sem elskar rómantískar gamanmyndir og sæfæ heiminn allan... mér finnst ég allavegna ekki vera klofinn karakter þó ég hafi áhuga á mörgum mismunandi stefnum og staumum í skáldheimi kvikmynda, sjónvarpsefnis og skáldsagna...

Skil ekki að þér skuli finnast hugmyndin um sæBorgina Sigþórgeiru vera fráhrindandi... hún yrði svo lík mér.... kannski er ég svona leiðinleg.

Ég verð nú bara að segja að ég er frekar sár og er að hugsa um að segja bara upp sem besta vinkonan...

Nei, djók... elska að sjá að þú sért farin að kvóta trak á hátt sem meikar sens... þú átt þér ennþá viðreysnar vona... þú þarna þaungsýnagella...

Hakka til að sjá þig um helgina...

3:37 AM  
Blogger kaninka said...

gaaagh óþarfi að hakka mann í spað þó mar móðgi þig óafvitandi? Hakkar til að sjá mig ha?
En það er reyndar rétt hjá þér að sæborgin sigÞórgeira væri líklega tvífari þinn í afþreyingarsmekk, skemmtileg pæling!

8:41 AM  
Blogger Hugrún said...

Ég var ekkert að meina þetta neitt alvarlega... fanst bara soltið fyndið að þú skulir ekki átta þig á því að þú værir að lýsa mér... Það sannast nú hér enn og aftur að netið er ömurlegur samskiptamáti... orðrómur, svipbrigði og allt þetta sem hverfur þegar mar pikkar á tölvuna... þú hefðir átt að heyra í mér flissið þegar ég skrifaði þetta...

1:39 AM  

Post a Comment

<< Home