ég hef engu gleymt...

...þó að ég tali ekki um það og láti sem ekkert sé

Tuesday, November 16, 2004

Halelúja

Það snjóar á íslandi, undursamlegum jólasnjó.
Á fimmtudaginn fór ég í Ikea til að kaupa skemil og franskan rennilás fyrir Laugarsel og þegar ég gekk framhjá jólaskrautinu stóðst ég ekki mátið að kaupa nokkrar jólaseríur og kerti því hver veit hvort ég komist aftur í Ikea fyrir jól. Þegar ég gekk út kingdi niður stórum snjóflögum. Það helltist yfir mig jólaskapið og eftir það var ekki aftur snúið. Föstudagsmorgun vaknaði ég syngjandi gamla Ellý Vill lagið “Það heyrast jólabjöllur og hmananannah, flokkur af jóla hmm hmm til að gantast við krakkana hma” Úti var allt hvítt og ég ákvað að ganga í vinnuna í þessu dýðlega vetrarríki, á leiðiini hitti ég Hulla og var samferða smá, seinna um daginn fórum við Hulli saman með 38 gríslinga á skauta í skautahöllinni, trallalalala.
Í dag er allt enn á kafi í snjó, skólastarfið er líka enn allt í klessu því kennarar mæta ekki og ástandið í Laugarseli er jafnvel skritnari en í verkfallinu, ástandið minnti mig á þegar það kom “snowday” þegar ég var í ameríkunni og við vorum öll send snemma heim í skólabílnim til að okkur snjóaði ekki inni. Þetta er ein af mínum kærustu minningum , ég man enn eftir laginu sem hljómaði úr útvarpstæki bílstjórans þegar ég gekk inní skólabílinn “laughing like children, living like lovers, rolling like thunder, under the covers...” Ég og Hugleikur gengum síðan saman heim eftir vinnu í snjóbyl og létum okkur dreyma um að drekka kakó með með með koníaki fyrir framan arineld. Ásthildur hringdi og ég lét mér nægja kaldan bjór á efrihæð Kabbó.

Þema Honnybonny bloggsins er núna topp fimm lög tengd góðum minnungum

Lag # 1 er:
“I guess thats why thy call it the blues” með Elton John.