ég hef engu gleymt...

...þó að ég tali ekki um það og láti sem ekkert sé

Monday, March 13, 2006

Getraun


Hvaða charachter er þetta sem stendur við hlið Alex Spaulding?

Hillbillí killbillí


Pabbi var að segja mér frá heimildarmynd sem hann horfði á um ljósmyndararnn Shelby Lee Adams. En sérsvið hans er að taka myndir af Hillbillíum og myndirnar hans eiga það sameiginlegt að fólkið á þeim er allt frekar óhugnanlegt og skrítið. Í heimildarmyndinni kom fram að flestar myndirnar hans eru uppstilltar, myndatökumenn fylgdust með myndatökunum og fólk sem vitist nokkuð eðlilegt í gengum linsu sjónvarpsvélanna varð stórfurðulegt í gegnum linsu Shelby Lee Adams. Það má segja að einmitt þessi eiginleiki er það sem gerir Shelby að svona góðum ljósmyndara en svo má líka fárast yfir því að hann sé að gera fátæklinga í afskekktum byggðum bandaríkjana að ómanneskjulegum furðuverum. Hann ali semsagt á þeirri steríótýpu sem hefur birst í myndum eins og Deliverance, að mountaineer fólk sé úrkynjað og skrýtið. Ef þið Googlið hann þá sjáð þið hvað ég á við!

Monday, March 06, 2006

tilraun 2

Ég og bumbulína tókum videó á föstudaginn. Með örlitlu væli og nokkrum bolabrögðum tókst okkur að fá Sigurgeir til að leyfa okkur að taka rómantísku gamanmyndina The Prince and Me. Valið stóð reyndar á milli hennar og The Cutting Edge 2 og því miður hafði Prinsinn yfirhöndina. Prinsinn ver nefnilega hvorki gamansöm né rómantísk, hún ver ekki einu sinni væmin.
Nú segja einhverjir hjartleysingjar “auðvitað var hún ömurleg, þetta er fjöldaframleidd Disney klisja, við hverju bjóstu” bla bla bla. Fólk sem hugsar svona fílar bara ekki rómantískar gamanmyndir og svoleiðis fólk mun aldrei skilja vonbrigði okkar Ingunnar með þessa mynd. Málið er nefnilega að þegar maður leigir rómantískar gamanmyndir þá setur maður aðra standarda en á allar aðrar myndir, maður setur sig í ákveðnar stellingar. Fólk sem ekki fílar rómantískar gamanmyndir hefur aldrei lært þá list að slökkva á allri meðvitaðri hugsun, tjúna tílfinningarnar í botn og bara njóta. Við Ingunn erum mjög góðar í þessari list, Hugrún líka og Emílía, hún er eiginlega meistarinn.
En ef við Ingunn erum svona góðar í þessari list hvaðan komu vonbrigði okkar með Prinsinn? Málið er að rómantískar gamanmyndir verða að uppfylla fjögur grunnatriði til þess að hægt sé að njóta þeirra og hér að neðan hef ég góðfúslega tekið þessi atriði saman fyrir þau ykkar sem ekki kunnið þá list að horfa á rómantískar gamanmyndir.

Fjögur grunnatriði sem rómatísk gamanmynd verður að uppfylla
1. gaurinn verður að vera sætur, ef ekki verður hann að bæta það upp með sjarma.
2. gellan verður að hafa smá bein í nefinu, soldið spunký karakter, þið skiljið mig.
3. það verður að vera húmor í myndinni eða fyndinn aukakerakter svo sem homma vinur, feitur vinur eða skrítin amma.
4. söguþráðurinn má vera eins óraunverulegur, asnalegur og ólógískur og mögulegt er en það verður að felast í honum smá drama eða ævintýri, flatneskja er sama og dauði.

Fyrir þá sem gætu hugsað sér að stúdera betur þá list að horfa á rómantíska gamanmynd þá útbjuggum við Ingunn lista yfir allrabestu rómantísku gamanmyndirnar sem gott er fyrir óreynda að æfa sig á áður en farið er að taka vafasamari og erfiðari myndir.

Bestu rómantísku gamanmyndirnar (í stafrófsröð):
Briget Jones
Cry baby
The Cutting Edge
Dirty Dancing
Drive me crazy
Fever pitch
Grease
Grosse point blank
Love and Basketball
Never been kissed
Shrek
Sweet home Alabama
When Harry met Sally

Er ég nokkuð að gleyma einhverri?

Saturday, March 04, 2006

Emilía, fyrstir koma fyrstir fá!

1. Þú ert ábyggilega einn færasti sálfræðingur sem fyrir finnst á íslandi þegar kemur að því að koma auga á vandan og skilgreina hann í smáatriðum, þig vantar samt kannski soldið uppá þegar kemur að mikilvægasta hlutanum og það er hvernig á að vinna á vandanum og yfirstíga hann. Eitt skemmtilegt dæmi um þetta er þegar þú sagðir mér frá því að þú gætir ekki hugsað þér að kaupa notað leirtau því þér þætti það svo ósnyrtilegt og ógeðfelt, þú gerðir þér samt fullkomnlega grein fyrir því hvað þetta væri órökrétt því þú ættir ekki í nokkrum vanræðum með að drekka úr bollum á kaffihúsum sem hundruð manns hefður notað áður. Þú gast semsagt skilgreint þessa litlu snyrtimaníu þína og gerðir þér grein fyrir því að hún var ekki skynsamleg en samt gastu ekki enn hugsað þér að kaupa notað leirtau.
2. Morgunlagið þarna sem ég man ekki alveg hvað heitir eftir Grieg minnir mig alltaf á þig og þegar við vorum ellefu ára dramadrottningar.
3. Ætli það sé ekki bara kjötbollur í brúnni sósu
4. Ég man ekki mikið frá þessum fyrstu árum okkar, allavega ekki mjög skýrt, ég man bara eftir stemmningunni að búa í þessu stóra húsi sem var fullt af börnum, ég man að þú varst soldið sérvitur og nákvæm og miklu ákveðnari en ég, þú hafðir mikla réttlætiskennd og lést ekki svo auðveldlega leiða þig út í einhverja vitleysu.
5. Þú ert nú bara kisa er það ekki.
6. Er ástæðan fyrir því að þú forðast sólbrúnku eins og heitan eld kannki sú að þú ert í raun vampíra?

Wednesday, March 01, 2006

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mín af þér.
5. Ég segi þér hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt.