ég hef engu gleymt...

...þó að ég tali ekki um það og láti sem ekkert sé

Monday, December 19, 2005

Kæru vinir það tilkynnist hér með að allar athugasemdir Ollu á þessari bloggsíðu hafa verið dæmd röng og ómerk samkvæmt 5. grein málhaftalaga bloggsambands íslands ég mælist til þess að þið gerið slíkt hið sama á ykkar bloggsíðum.

P.S getur einhver sagt mér af hverju hotmailið mitt er ekki til lengur, ég kemst ekki inná það og þeir sem reyna að senda mér póst fá hann endursendan. What the fuck!

Thursday, December 15, 2005

jóla hvað?

Sigurgeir reif mig upp í dögun til að draga mig á Þjóðminjasafnið. Gummi og Jó komu við og saman röltum við fjögur í gegnum hljómskálgarðinn í birtingu. Perrinn hann Máni elti okkur, Blindfullur og gulur í framan af reykingum. Í Þjóðminjasafninu voru 300 krakkar komir til að hitta alvöru jólasvein. Kristján á móti okkur í gerfi Jóhanns Óla (kallaður Jóli) hann spilaði undir söng nokkur klassík jólalög. Þvörusleikir ruddist síðan inn með látum og börnin skríktu af taugaveiklun. Ég reyndi eftir bestu getu að útskýra fyrir Jó (sem er kaÞólsk/írsk) hvað væri eiginlega að gerast og hver þessi furðulegi karl væri. Það gekk hálf brösulega og það er ekki við mig að sakast því jafnvel færasti þýðandi ætti í erfiðleikum með að snara nafninu á Þvörusleiki yfir á ensku, hvað þá ef maður reynir líka við Giljagaur og Stekkjastur. Að lokun náði hún samt grunnhugmyndinni þó fáránleg sé, mamman étur óþekk börn, pappinn er latur og leiðinlegur, systkynin eru óþekkt stærð en aðalega er talað um 13 bræður með ýmiskonar furðulega kækji og áráttur, þeir koma svo til byggða einn í einu og gefa góðum krökkum nammi í skóinn.

Er börnin uxu upp og burt
ellimóð þá sátu kjurt
veslings Grýla og Leppalúði.
Á lífið hvorugt þeirra trúði.

Uns Grýla mælti mædd og rám:
- Það mætti reyna að hefja nám ...
Og uppi í Hamrahlíðarskóla
háöldruð þau vermdu stóla.

Í Háskólann þau héldu inn
er höfðu klárað öldunginn.
Innrituð þau eru bæði
í uppeldis- og kennslufræði

Wednesday, December 14, 2005

partýhegðun


Mér hefur stundum þótt samskiptamáti vina hans Sigurgeirs helst til mínimalískur. Þeim þykir voðalega notalegt að hittast og þegja saman. Mér hefur reyndar stundum þótt það skemmtileg tilbreyting frá fuglabjargargarginu sem myndast í vinahópnum mínum þegar við komum saman og stigmagnast í hlutfalli við bjórdrykkju.
En oftast fer þögnin í vinum Sigurgeirs alveg með mig.
Vinir mínir hafa eflaust tekið eftir því að Sigurgeir finnur yfirleitt litla þörf hjá sér að tala þar sem fjórir eða fleiri eru samankomnir. Margir hafa eflaust ályktað að það sé vegna þess að hann er feiminn, en það er ekki rétt, þetta er bara dýnamík sem fer ósjálfrátt í gang hjá honum og hans vinum, þ.e. að málbeinið lamast í hlutfalli við persónur í herberginu. En þetta er ekki alveg svona einföld formúla, það er ein lítil undantekning á þessari jöfnu og endanleg formúla gæti verið á þessa leið:
Málbeinið hjá Sigurgeiri og vinum hans lamast í hlutfalli við aukinn fjölda persóna í herberginu nema á Grundarfirði, þar snýst formúlan við og málbeinið liðkast eftir því sem persónum í herberginu fjölgar. Á Grundarfirði bætist síðan við trylltur dans og óráðsleg hegðun í hlutfalli við bjórdrykkju.
Ég hef engar félagsfræðilegar skýringar á þessari hegðun og litlar sannanir aðrar en þessar myndir sem eru teknar af Guðmundi Rúnari Guðmundsyni.

Monday, December 12, 2005

sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey
1) læra að spila á eitthvað hljóðfæri, helst gítar svo ég geti verið geðveikt vinsæl í útilegunum, eftirpartýum og þrítugsafmælum.
2) keypt mér mat í Hagkaup án þess að rýna á verðmiðanna og kaupa mér einn poka þegar ég þarf í rauninni tvo
3) stofna hljómsveit
4) Skoða Graceland
5) semja allavega eitt lag sem verður klassísk gítar útilegu ballaða á Íslandi um ókomin ár
6) sjá um minn eigin sjónvarpsþátt um tónlist á rúv (í anda musikbyråen t.d)
7) hætta að apa allt upp eftir Ollu

7 hlutir sem ég get
1) prjónað
2) hætt að reykja (ég nenni því bara ekki akkúrat núna)
3) klárað fjárans magisterinn (ég nenni samt ekki að læra núna)
4) æxlað ábyrð (en ég ætla ekki að eiga börn alveg strax)
6) borgað skuldirnar mínar (ég á bara ekki pening fyrr en eftir áramót)
7) lifað án bíls (ég nenni samt ekki að hjóla í þessu veðri, tek bara leigubíl)

7 hlutir sem ég get ekki

1) ?
2) ?
3) ?
4) ?
5) ?
6) ?
7) ...ah já ég kann ekki að spila á hljóðfæri

7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið1) sætur
2) sætur
3) sætur
4) sætur
5) sætur
6) sætur
7) trommuleikari

7 semi-frægir kallmenn sem heilla mig
1) Benedikt Erlings
2) Sveppi
3) Sammi Jagúar
4) Múgison
5) Sigmar í Kastkjósinu
6) Hulli Dags
7) Þorsteinn frá Hamri

7 orð eða setningar sem ég segi oftast
1) hvadda gera?
2) ha?
3) af hverju?
4) hverjum ertu annars skotin í?
5) hver er það?
6) er það gaurinn sem var í partýinu þarna um daginn?
7) nei þá veit ég ekkert hver þetta er!

7 kitlaðar manneskjur
1) Sigurgeir
2) Reynir
3) Gummi
4) Gutti
5) Batti
6) Nolli
7) Hulli

Friday, December 02, 2005

Gleðileg jól


Komin í jólaskap ha?