ég hef engu gleymt...

...þó að ég tali ekki um það og láti sem ekkert sé

Wednesday, October 27, 2004

Persónuleikapróf 2

Allir geta verið sammála um það að Ingunn er æðisleg og þó svo að við séum mis hreinskilin með aðdáun okkar á henni þá veit ég að innst inni langar öllum til að vera hún. Auðvitað getum við ekki orðið Ingunn, mörg höfum við reynt að apa eftir fatastílnum hennar, hárgreiðslunni og jafnvel talandanum en við getum í besta falli verið léleg eftirherma. En ekki örvænta það er ekki útilokað að það leynist lítil Ingunn inní þér, reyndu bara á það og taktu prófið.

#1 Getur þú vippað fram pizzu á 30 minútum hvenær sem er án þess að þurfa að fara út í búð?
a) já
b) nei

#2 Hefur þú alltaf rétt fyrir þér ?
a) já
b) nei

#3 Getur þú haldið uppi fullu félagslífi í þrjár vikur án þess að fara úr sófanum þínum?
a) já
b) nei

#4 Átt þú alltaf til góðar ráðleggingar við öllum vandamálum?
a) já
b) nei

#5 Getur þú réttlætt fyrir sjálfri þér allar þínar misgjörðir, svindl og svínarí með því að líta svo á að heimurinn skuldi þér?
a) já
b) nei


#6 Getur þú transformað þér úr gutter-hóru með maskara niðrá kinnar í geislandi gettó-prinsessu á 7 minútum?
a) já
b) nei

Niðurstöður:

1-2 já : Þú ert ekki mikil Ingunn í þér og eflaust ert þú ekki mjög hamingjusöm mannskja, en leitaðu ráða hjá henni Ingunni og hún mun örugglega beina þér á réttu brautina.

3-4 já : Það leynist greinilega svolítil Ingunn í þér en hugsanlega hefur heimurinn kennt þér að bæla hana inní þér, eina ráðið er að umgangast Ingunni nógu mikið og leyfa þinni innri Ingunni að blómstra óhindrað.

5-6 já : Þú hefur greinilega tileinkað þér lífsspeki Ingunnar af heilum hug og munt lifa hamingjusöm svo lengi sem þú hefur survival kitt Ingunnar í farteskinu, það er ljóst að þú gætir jafnvel lifað kjarnorkuvetur og samt haft það kósy.

Monday, October 25, 2004

"Helgin vaaar ömurleg"

Nú ætla ég að byrja með svona thema skiptar vikur á blogginu, soldið ÍTR-legt en líka mjög sniðugt til að skapa mér sérstöðu í bloggheimum og líka held ég að þetta muni virka hvetjandi á mig til að blogga oftar.
Þema þessarar viku er PERSÓNULEIKAPRÓF

persónuleikapróf 1.
(niðurstöður eru neðst á síðunni)

1) Prófið að singja þetta:
"Helgin vaaar ömurleg"
2)Fattið hvaða lag þetta er?
3)Ok þá er spurningin hvort sunguð þið þetta með :
a)Nylon
b)Unun
c)Sjálfum þér

Já, en helgin mín var ekki ömurleg, þessvegna skil ég ekki afhverju ég vaknaði með þetta lag á heilanum. Þessi helgi var fullkomnlega balanseruð, það náðist akkúrat rétthlutfall af pródúktívitíi til að vega upp á móti skemmtunum og leti. Ég er bara nokkuð sátt. Djammaði aðeins á föstudag, eyðilagði samt ekki laugardaginn í þynku, át bara geggjað mikið og horfði á japösku frummyndina "shall we dans" eða "let's dans", var ein með sjálfir mér á laugardagskvöld sem væri kannski pathetic hjá öllum öðrum en ekki mér því ég hef ekki átt kvalatý tíma með mér sjálfri einni svo mánuðum skiptir (sambýlingurinn hefur fest rótum við sófan síðan hún slasaðist á fæti og með því að blóðmjólka alla vorkunsemi hefur henni tekist að búa til hirð í kringum sig sem situr við fætur hennar og sér um að skemmta henni öllum stundum) Svo var farið í IKEA á sunnudag með Ingunni og Hurgúnu sem var pjúra skemmtun en samt próduktíft og litla holan okkar er svo sæt núna, alveg að verða tilbúin undir komu jólanna.
Jæja ég verð að fara að vinna.


Niðurstöður:
a) Þú ert áhrifagjörn/gjarn en ert hress og lifir í núinu.
b) Þú ert kúl en samt soldið óörugg/ur og uppskrúfaður.
c) Þú ekki í góðum tengslum við þitt innra sjálf og lýgur að sjálfum þér til að hylma yfir djúprætt óöryggi.






Friday, October 22, 2004

Hvert' að fara, hvaðan ert' að koma?

Það er búið að krota svo sætt á húsið mitt, það er svona soldið krúttileg fígúra með talblöðru sem segjir: "Hvert' að fara, hvaðan ert' að koma?"
Fyrstu við brögð mín þegar ég sá krotið voru reyndar frekar neikvæð, það er búið að innprenta svo í mann að veggjakrot er skemmdarverk drígt af illa uppöldum únglíngúm. Svo er líka eignaréttar tilfinningin svo rík í okkur íslendingum og fyrstu viðbrogð mín voru að einhver (illa-uppalin-únglíngúr) hefði ráðist á mitt yfirráðsvæði og vandalíserað mína einkaeign.
Þegar ég var svo rétt komin innum dyrnar heima þá spurði Ingunn sambýliskona (í non-sexual metkingu þess orðs) hvað mér findist um skreytinguna á veggnum, en hún sjálf var greinilega hæst ánægð með skemmdarverkið. Eftir svona tuttugu sekúntna umhugsun áttaði ég mig á því að mér þótti þetta bara soldið krúttilegt krot og það væri auðvitað fáranlegt af mér að bregðast svona illa við. En ég áttaði mig á því í fyrsta skipti hvað Marxistar eiga mikið verk fyrir höndum við að uppræta einkaeignina, ég á ekki einu sinni þetta hús, ég er bara að leigja, samt rauk upp þessi tilfinning "ég á etta, ekki snerta."
Núna er mér farið að þykja verulega vænt um þetta krot sem er á veggnum mínum, þegar ég labbaði framhjá þessu í morgun þá hitti þessi setning beint í mark: "Hvert' að fara, hvaðan ert' að koma?" Hún snart líf mitt, en ekki á einhvern djúpvitran, heimspekilegan, dramantískan, rómantískan hátt, heldur var þetta bara svo rétt sönn lýsing á atburðum síðusta daga. Vinkonurnar eru búnar að vera þeysast inn og út úr lífi mínu þessa viku, Olla vinkona fór á þriðjudag aftur til Köben (snökt) og Ásthildur bara kominn eins og þruma úr heiðskýru lofti frá ársdvöl í Suður-Ameríku (jibbí).
...segjum þetta...

Monday, October 18, 2004

Jedúdda hvað það er gott að eiga kærasta!!

Kæróið bauð mér í sumó um helgina. Þetta átti bara að vera svona skemmtileg djamm sveitaferð í með kæró og vinum hans, en það vildi svo til að þessa helgi voru allir vinir hans á Grundarfirði.
Þessi djamm Sumarbústaðaferð með góðravinahópi breyttist því í alsherjar kærófest 2004 þar sem við kúrðum tvö eins og ástsjúkar turtildúfur í heitapottinum með rauðvín og osta og svo var ferðin kórónuð með að kæróið var kynntur fyrir tengdó. Það kom nefnilega í ljós að pabbi og mamma voru í bústað rétt hjá og báðu okkur að kippa með einum litlum gutta úr bænum og skila honum til þeirra...
Núna dansa ég um á bleiku skýi og rífst við kæróið í huganum hvað frumburðurinn eigi að heita.

Tuesday, October 12, 2004

Ég er hætt að láta sem ekkert sé, nú ætla ég að fara tala

Já nú er kaninka mætt á svæðið!
Úff þetta er svo stórt skref sem ég er að stíga að ég fæ fiðring í puttana og er allt í einu orðinn soldið feiminn, þetta er kannski lítið skref fyrir mannkynið en það er stórt skref fyrir litla tæknifóbíska kaninku að ætla að standa undir sinni eigin bloggsíðu. Hvað ef allir fara að gera grín af blesslísku stafsetningarvillunum, og hvað ef fólki finnst ég leiðinlegur bloggari og enginn kommentar neitt, það er ekki eins og ómerkileg kaninka eins og ég lifi einhveju ævintýralífi, ekki eins og hann Þórarinn Dúkkuleikur vinur okkar, sem fer til NY og hittir Brack Tain sem gerði "Bras and the Rackshantain" eða látúnsbarkinn Olifia Earl-Swan sem fær greitt stórfé fyrir að gera ekki neitt og þykist svo ekki eiga neina peninga því hún er svo mikill niðrávið snobbari.
Ég get samt huggað mig við það að bloggið mitt verður alveg örugglega áhugaverðara en nördakvabbið sem birtist á Sparkó eftir að Gajón sölsaði það undir sig. Má ég benda á kvóta úr síðustu færslu máli mínu til stuðnings:
"Einnig er ekkert voðalega langt þangað til þessi leikur deyr, þar sem það styttist í BF2 (fyrir ykkur sem vitið ekkert þá spila ég BF1942 sem lenti í 6 sæti yfir bestu leiki síðustu 5 ára hjá gamespy) og því ágætt að prófa hitt og þetta með hann svona í dauðateigunum."

ÓÓÓ jeh
ég er strax komin yfir óöryggið,
þetta er bara gaman,
ég mun rísa upp og rústa ykkur öllum
BEWARE OF THE BONNY !!!