ég hef engu gleymt...

...þó að ég tali ekki um það og láti sem ekkert sé

Thursday, May 24, 2007

Hraðar fæðingar

Það var einn magnaður fyrirlestur áðan hjá verðandi ljósmæðrum um hraðar fæðingar, sem að ég hélt að væri nú yfirleitt bara gott mál, hélt að þessar 20 tíma væru vandamálið. En 2-3% fæðinga er víst aðeins of hraðar þannig að konum finnst þær missa stjórn á aðstæðum og sumar jafnvel ná ekki á spítalann. Þessi fyrirlestur skýrði frá reynslu þriggja kvenna sem höfðu fætt mjög hratt, ein náði á fæðingargang, ein fæddi í lyftunni á leiðinni upp og önnur fæddi innan við 3o min frá því að hríðar hófust og fæddi í dyragættinni heima hjá sér. Það var mjög skemmtilegt að heyra lýsingarnar sérstaklega hjá þeirri síðast nefndu, sem bara fann það að hún mundi ekki meika það á spítalann, girti niður um sig, fór niður á fjórar fætur og svo sá maðurinn hennar bara í kollinn á barninu. Á meðan hann hringdi í neyðarlínuna plompaði barnið niður á gólf.
Þetta var auðvitað alveg svakalegt áfall fyrir greyjið konuna og manninn hennar. Sjokkið kom víst ekki fyrr en nokkrum mánuðum seinna, þegar hún hafði myndað tengsl við barnið og áttaði sig á því hvað þetta hefði getað farið illa. Allar konurnar höfðu einmitt upplifað mikla óöryggistilfinningu eftir þetta og voru stressaðar yfir því að næsta barn gæti hugsanlega komið á miðjum fundi eða í matvörubúðinni.
Það voru svo fleiri flottir fyrirlestrar, um áhrif ofþyngdar á fæðingu, anorexíu barnshafandi kvenna og fæðingar í vatni. Topp dagur í vinnunni í dag!

Ísrael úr Evróvisíon 2008

Sérsveitir Ísraelshers réðust inná heimastjórnarsvæði Palestínumanna vestan Jórdanar í morgun, rændu menntamálaráðherra stjórnarinnar, tveimur þingmönnum, borgarstjóra Nablus og 30 háttsettum Hamasliðum.

Þetta er villimennska og ég vil að þeir séu gerðir útlægir úr Evróvisíon.

Wednesday, May 23, 2007

Ég vil óska Oddlaugu til hamingju með þrítuxan!

Myndagáta þessarar viku er tileinkuð Oddlaugu:
Spurninginn er einföld
Hver er þessi tvífari Oddlaugar?

Monday, May 14, 2007

Hver vill kaupa kastala?

Hér er ein furðulegasta bygging sem ég hef séð. Það er staðsett rétt hjá Vogum á Vatnsleysuströnd. Ég sá þetta hús þegar ég fór í bíltúir með pabba og mömmu um páskana og við göptum af undrun. Pabbi bölvaði mikið yfir því að hafa gleymt myndavélinni. Ég veit ekki hvaða stíll þetta er - timburklæddur kastali með amerískum gluggum. Stórir feitir turnar á litlu ferhyrndu húsi og það er eitthvað dularfullt við hlutföllin. Svo er það í engu samhengi við umhverfið í kring, það sést ekki á myndinni en öll húsin í kring eru pínulitir kofar. Þetta hús rís uppúr kofaþyrpingunni eins og kastali lénsherra.

Thursday, May 10, 2007

Hvað áttu að kjósa!

Þetta er mín niðurstaða:

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk:
12.5%
Stuðningur við Samfylkinguna: 12.5%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 20%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 20%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 20%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 50%

Ég á semsagt að kjósa Vinstri græna, alls ekki Samfylkinguna!