ég hef engu gleymt...

...þó að ég tali ekki um það og láti sem ekkert sé

Friday, March 30, 2007

Svo virðist sem ég muni aldrei vaxa uppúr unglingamyndunum!


Á gamla sparklingmotion blogginu var að minnsta kosti einn pistill í mánuði um unglingamyndir og heitustu unglingamyndastjörnurnar. Það hefur lítið farið fyrir þessum málaflokki hér á þessu bloggi, enda hefur þetta blogg mitt töluvert virðulegra yfirbragð sem gerir það að verkum að ég hnegjist frekar til skrifa um alvarlegri málefni svo sem, ættfræði, veður og búskap.

Ég ætla að hressa aðeins uppá ímynd þessarar bloggsíðu með smá innskoti um heitustu unglingamyndastjörnu dagsins, "It" strákinn Channing Tatum!

Channing Tatum eins og svo margar unglingamyndastjörnur er 10 árum eldri en persónurnar sem hann leikur, fæddur 1980. í gamla daga gerði ég grín að því að því að Dylan Mckay, Steve Saunders og Andrea Zukerman væru leikin af fólki sem væri að nálgst þrítugt. Í dag þakka ég guði fyrir þessa hefð því það afsakar það að ég skuli enn geta lifað mig inní unglingamyndirnar.

Þetta fagurskapaða nýstirni hefur ekki leikið í mögum bíómyndum, hann hefur aðalega stundað módelstörf og þó hann hafi notið töluverðarar velgengni í þeim bransa þá fannst honum það ekki nógu gefandi og fór því að snúa sér meira að kvikmyndum: “You are just yourself and you look how they tell you to look and that’s really about it, so it’s not that complicated.” Af greiðasemi við kvennkyns lesendur ætla ég ekki að birta neina módelmynd af herra Tatum því samkvæmt eðli hátísku auglýsinga eru þær svo mikið að reyna að varpa út kynþokka þessa unga manns að þær skjóta yfir strikið.

Ástæðan fyrir því að Channing verðskuldar yfir höfuð umfjöllun á þessari bloggsíðu er einfaldlega sú staðreynd að hann lék aðalatracktionið í líflegustu unglingamynd síðasta misseris, nefnilega endurgerð Shakespeare leikritsins Twelfth Night : She's the man! Þar lék hann hinn málhalta Duke sem er íþróttahetja og mikill töffari út á við en mjúkur sem marsipan innávið (og hugsanlega hommi miðað við plott myndarinnar).

Channing hefur svo fylgt She's the man eftir með unglinga dansmyndinni Step up. En svo virðist sem ein slík komi alltaf út á fimm ára fresti (sem er æði því ég elska svoleiðis myndir). Step up er ekkert öðruvísi en allar hinar dansmyndirnar sem gerðar hafa verið, þetta er fínn kokteill af með slettu af Fame, Saturday night fever, Flash dance, Dirty dancing, og góðum slurk af Save the last dance með juliu Stiles sem kom út 2001.

En allavega er Channing Tatum mikið augnakonfekt sem ég vona að muni leika í unglingamyndum langt fram á fertugsaldurinn.

Monday, March 26, 2007

Svar

Já Gunnhildur var með gaurinn, þetta er Cristian Bale, en það var ekki spurt um það, heldur hver er stjúpmamma hans. Stjúpmamma hans er ekki hommi, skemmtileg pæling samt. En ekkert stig fyrir þig!

Olla og Kiddy voru nálægt því með því að ýja að því að stjúpmamma hans væri femínisti, en þar sem að við erum allar með femínisma á heilanum þá var það frekar augljóst gisk og nafnið á femínista stjúpmömmunni kom ekki, þannog að það er 0 stig fyrir ykkur!

Hugrún hafði ekki einu sinni fyrir að giska og því fær hún -1 stig!

Hint (tekið af wikipedíu):

On September 3, 2000, at age 66, she married David Bale, father of actor Christian Bale. The wedding was performed at the home of her friend Wilma Mankiller, formerly the first female Chief of the Cherokee Nation. Her marriage gained much publicity, not only due to her semi-celebrity status, but also because she had once famously quipped, "A woman without a man is like a fish without a bicycle." She and Bale were married for only three years before he died of brain lymphoma on December 30, 2003, at age 62.

Æ ég læt þetta bara vaða, þetta er Gloria Steinem, blaða- og baráttukona, stofnandi Ms. magazine og ókrýnd drottning bandarísku kvennabaáttunnar á 7 . 8. og 9. áratugnum!

P.s Mankiller er svakalegt indjananafn, ekkert Sofandi-Belja neitt, heldur MANKILLER!

Friday, March 23, 2007

Getraun: Hver er stjúpmamma þessa manns?

Wednesday, March 14, 2007

Ég er á rangri hittu ég ætti að vera fermingarplanner, ég gerði svo fínt boðskort í ferminguna hans Steinars. Svo tók ég að mér að vera skreytingarstjóri, þema lituinn er vorgrænn og nú er ég að skima verslanir eftir vorgrænu skrauti og kertum.

Erfiðast verður samt örugglega að finna gjöf handa barninu (ég nota núna hvert tækifæri til að kalla hann barnið því ég hef lofað Sigurgeiri að ég muni hætta að kalla Steinar Barnið strax eftir fermingu, Sigurgeir finnur víst eitthvað til með honum verandi örverpi sjálfur).

Við Sigurgeir vorum að rifja upp hvað við hefðum fengið í fermingargjöf og hvað hefði nýst okkur best, og við vorum eiginlega sammála um að einn hlutur sem við fengum bæði (en ég má ekki nefna vegna þess að Barnið gæti lesið þetta) hefði skarað framúr í notagildi því hann hefur nýst okkur á ferðalagi um lífsins stig er enn í fullri notkun þó hann sé uppí geymslu mestan hluta ársins. Það sem nýttist mér verst voru allir skartgripinir sem ég hef ekki einu sinni haft fyrir að tína heldur eru þeir að morkna ofan í ljóta skartgripaskíninu sem ég fékk líka í fermingargjöf og hefur ekki verið opnað nema annað hvert ár.

Allar tillögur að fermingargjöfum eru vel þegnar!
Hvað fenguð þið í fermingargjöf sem hefur nýst ykkur?

Thursday, March 08, 2007

Kokteilakviss,

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars, efnir femínistafélagið Bríet til baráttugleði á Barnum (Laugavegi 22) kl. 20:00. Kvöldið verður pakkfullt af baráttuþrungnum þrumuræðum, tónlist og skemmtilegheitum. Í fyrra sveif andi kvenréttindakvenna aldamóta yfir vötnum, en nú mun póllinn færast yfir til nútímalegs og fjölbreytilegs femínisma.
Húsið opnar 19:30 og hefst á kvenlegri spurningakeppni (kokteilakvissi) í umsjá kvenskörunganna Silju Báru Ómarsdóttur, Höllu Gunnarsdóttur og Auðar Alfífu kl. 20:00 stundvíslega. Mælst er til að femínistar mæti tímanlega. Auk þess munu stíga á stokk skúrkurinn eða hetjan Sóley Tómasdóttir, hin ljúfsára Ólöf Arnalds, leikkonan og langsokkurinn Ilmur Kristjánsdóttir, karlafemínistarnir Hjálmar og Gísli og fleiri.

Þó svo miklu hafi verið áorkað er ekki hægt að tala um að algjöru jafnrétti kynjanna hafi verið náð. Því er meiningin að fylla fólk baráttuanda og fagna margbreytileika femínismans. Þannig ætlum við að taka þrjú skref fram á við í jafnréttisbaráttunni næstkomandi fimmtudagskvöld.

Sameinumst í skemmtun á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, fimmtudaginn 8. mars, á efri hæð Barsins (22) kl. 20:00 og fram á rauða femínistanótt. Ekki láta þennan viðburð fram hjá þér fara