ég hef engu gleymt...

...þó að ég tali ekki um það og láti sem ekkert sé

Tuesday, June 12, 2007

Munurinn á körlum og konum

Já þetta er hressandi svona í morgun sárið, versta við þetta er að ef þetta væri sett í aðeins annan búning, t.d ef maðurinn sem talaði væri Bjarni Haukur hellisbúi þá myndu flestir íslendingar kinka kolli og segja,"já þetta er svo satt, konur eru svo mikið svoleiðis."

Monday, June 04, 2007

Jæja fór einhver á 10 ára ríúnjónið um helgina?



Ég er svo mikill lúði að ég frétti af þessu allt of seint og var búin að plana ferðalag.
Annars hefði ég alveg viljað mæta á sólon allavega, bekkjarpartýið var sko í hafnarfirði sem er soldið mikið úr leið frá Leifsgötu að sólon.

Þetta var nú kannski ekki alveg nógu vel skipulagt.

Þegar ég fór að vafra til að sjá hvort einhver hefði bloggað um reunionið um helgina þá fann ég heimasíðu sem hafði verið gerð í tilefni að reuníoni síðasta sumar um árgang 1979 í lauganeshverfi.
Þetta kallar maður metnaðarfullt reunion, það eru endalaust af myndum, gamlar og nýjar og af reunioninu sjálfu.