ég hef engu gleymt...

...þó að ég tali ekki um það og láti sem ekkert sé

Friday, September 30, 2005

kvennafrídagurinn

Jæja nú á að endurvekja kvennafrídaginn. Ég fékk strax sting fyrir hjartað þegar ég las póstinn frá Hugrúnu með auglýsingu um þetta. Ég veit svosem að ég verð mætt í kröfugönguna þarna kl 3 en það skipir ekki neinu máli því ég er alvinnulaus aumingi þessa dagana og enginn mun sakna vinnuframlags míns.
En mér varð samt hugsað til vinnunar minnar í fyrra á frístundaheimilinu, þar sem að maður var gersamlega ómissandi, límið sem hélt starfinu saman, með 120 börn, 200 foreldra og 17 starfsmenn á mínum snærum það hefði verið meira en að segja það ef kvennafrídagurinn hefði verið endurvakinn í fyrra. Ég veit hreinlega ekki hvort að ég hefði treyst mér til þess að stinga af frá öllu þessu kl 14:08.
Í auglýsingunni er einmitt sagt að kl 14:08 séu konur búnar að vinna fyrir launum sínum, ef litið er til munar á atvinnutekjum karla og kvenna sem eru 64,15% af launum karla. Með alla þessa ábyrð sem ég hafði í starfi mínu í fyrra, ég var satt að segja að reka heilt fyritæki, þá var ég sko ekki á neinum forstjóralaunum, ó nei. Ég var með sömu laun og Sigurgeir ástmaður minn var með í sumarvinnunni sinni þar sem hann var lagermaður hjá litlu einkafyrirtæki, þar bar hann ekki ábyrgð á neinum nema sjálfum sér og það voru ekki gerða kröfur til þess að starfsmaðurinn væri með háskólamenntun eins og var í mínu starfi. Hugsa sér, mig langar næstum að genja af gremju. Samkvæmt þessu þá var ég sko búin að vinna fyrir laununum mínum kl 14:08 en það er akkúrat tíminn sem starfsemi Laugarsels er að komast á fullt skrið og börnin fara að streyma úr skólanum.
Ég veit hreinlega ekki hvort að ég hefði treyst mér til að leggja niður störf undirmönnuð eins og við vorum oft, hvað þá ef allar konurnar í Laugarseli hefðu lagt niður störf, það hefði þurft að loka frístundaheimilinu, mig hreinlega hryllir við tilhugsuninni að þurfa að útskýra það fyrir úttauguðum foreldrum. Konurnar sem eiga hvað erfiðast með að leggja niður störf í þennan stutta tíma eru náttúrulega konurnar sem vinna á stórum kvennavinnustöðum: á leikskólum, frístundaheimilum, elliheimilum og spítölum. Ég efast um að margar konur í þessum geira hafi samviskuna í það að leggja niður störf þennan dag þó svo að þetta séu einmitt konurnar sem þurftu mest af öllu að sýna það hvað þeirra starf er mikilvægt fyrir samfélagið.

Friday, September 23, 2005

myndir

Það gætu kannski einhverjir vinir mínir eða bara hinn almenni netnjósnari haft gaman af myndunum sem ég var að bæta í safnið. Þið klikkið bara á reitin hér til hliðar merktur myndir og þar er að finna nokkur gömul myndasöfn ásamt mynsasafni frá menningarnótt með myndum sem mér áskotnaðist hjá Reyni vini hans Sigurgeirs, þannig að þetta eru aðalega myndir af Rauðum fiskum (sorry Olla). Svo ætla ég að reyna að bæta við einu myndasafni núna á eftir með myndum úr frakklandsferð Rauðra fiska.

Thursday, September 22, 2005

Ný sóló plata með sérvitringnum úr Poisson Rouge




Hinn geðþekki sérvitringur og íslandsvinur Ziggy "goldfish" Finson er um þessar mundir að gefa út sína fyrstu Sólóplötu. Hann hefur fengið til liðs við sig unga upprennandi söngkonu sem kallar sig Bonnie. Ziggy er best þekktur sem trommuleikari hinnar sérkennilegu sveitar Poisson Rouge eða Rauðir fiskar snarað upp á það ástkæra ylhýra. Plötunni hefur verið vel tekið af gagnrýnendum og sumir hafa gengið svo langt að kalla titil lag plötunnar "beautiful cows" besta lag 21. aldarinnar.