ég hef engu gleymt...

...þó að ég tali ekki um það og láti sem ekkert sé

Monday, October 10, 2005

I'm feeling such a dude


TAKANORI REVOLUTION
Handsome as life
he's our lord
I'm feeling such a dude

Sá sem skirfaði þetta er að færa aðdáun á rokkstjörnum á nýtt level. Massa fyndin síða www.engrish.com takk Egill

Friday, October 07, 2005

Málhaltir Japanskir sjóræningjar


já ég var svo heppin að finna DVD disk út á götu í gær. Þessa bara fínu mynd líka, Goldmember með Austin Powers. Það var skemmtilegt að rekast á hana liggjandi á götunni, rennblauta og heimilislausa en það sem var jafnvel enn skemmtilegra var að þetta reyndist vera mjög vönduð japönsk sjóræningja útgáfa. Aftan á hulstrinu er síðan eins og venja er stutt kynning á söguþræðinum. Þar er hinsvegar nokkuð óvenjuleg túlkun á innihaldi myndarinnar:
Devil doctor is with the smaler than oneself No. 1 of copy-mini my break out of jail, the super and bad egg that unite tha nickname the together kidnapped suer spy aosting bose af daddy niger aosting is only It is good to anain sit time the machine to reurn to 1975 in the last years solution bad eggs, extrication Own father. Certainly, aosting is nerarby necessary and romantic and beautiful woman, this a beautiful woman and beautiful woman, this a the beautiful woman's assistant gathering is a foxkelopatera...
Það er ekki heil brú í þessu og augljóst að manneskjan sem skrifaði þetta kann ekki stakt orð í ensku. Olla kom með þá kenningu að þetta hlyti að hafa verið snarað yfir af japönsku af einhverju þýðingar forriti. Ef svo er þá ætti þessi texti að gefa okkur smá innsýn í japanska setningabyggingu er það ekki?
bara pæling

Tuesday, October 04, 2005

góðborgari á ný

jebb ég er hætt að vera atvinnulaus aumingi og er enn á ný að gera skyldu mína við samfélagið og samborgararna með því að greiða skatt og hætta að bora uppí nefið. Það sem meira er...
ég er orðin reglulegur góðborgari. Ég hef nefnilega ráðið mig sem aðstoðar kirjuvörð í kirkju vestur í bæ. Nú þarf ég að mæta í messu annanhvern sunnudag, kveikja á kertum fyrir messuna, hjálpa prestunum í hempuna, hella messuvíni í kalekinn og flagga. Æi ég gleymdi reyndar að spurja að því hvort að ég mætti hringja kirkjubjöllunum.