ég hef engu gleymt...

...þó að ég tali ekki um það og láti sem ekkert sé

Saturday, April 29, 2006

Barnabók í smíðum

Ég ætla mér að gera barnabók og vinna barnabókasamkeppni og græða fullt af peningum.
Hugmyndin er að sanka að mér hugmyndum að leikjum sem reyna á ímyndaunaraflið og sem að börn geta framkvæmt sjálf heima hjá sér eða hvar sem er. Bókin á að hjálpa börnum að finna sér eitthvað að gera í stað þess að vera í tölvunni, glápa á sjónvarpið eða láta sér leiðast. Pælingin er að leita í eigin hugarfylgsnum og annara eftir uppáhalds ímyndurnarleikjum og uppátækjum síðan úr barnæsku. Svo er að setja þetta í einfaldan og skemmtilegan búning sem hentar börnum á aldrinum kannski 5 til 11 ára.
Það væri kannski ein grunnhugmynd að leik á hverri opnu og það væru margar tillögur að útfærslum.
Hugmynd #1 Völundarhús:
Völundarhús er hægt að búa til úr klemmum eða eldspýtum fyrir litla kalla eða bíla. Það er líka hægt að búa til stór völundarhús úr stólum og borðum og teppum inni eða spýtum, plötum og greinum úti eða garðstólum og borðum og teppum úti í góðu veðri. Það er hægt að búa til lítil völundarhús úti úr mold og steinum eða í sandkassanum. Það getur verið mjög skemmitlegt að búa til völundarhús fyrir gæludýrin, svo sem fyrir hamsturinn eða heimilisköttinn. Ég gerði einu sinni glæsilegt völundarhús úr mold og steinum fyrir kríunga sem ég og tveir aðrir stálum úr kríuvarpi, sem ég mæli reyndar ekki með að sé leikið eftir því að er óvíst hvort að mömmurnar vilji kríuungana aftur eftir að manneskja hefur haldið á þeim. En völundarhúsið var flott og við skemmtum okkur konunglega við að horfa á litlu ungana ráfa um gangana tístandi og skríkjandi.
Svo hvet ég ykkur kæru vinir til að kafa djúpt og leita að barninu í sjálfum ykkur, rifja upp bernskubrekin og bæta í bankann. Segið mér frá uppátækjum og leikjum sem þið gátuð dundað ykkur við tímum saman í friði fyrir foreldrum og fóstrum og öðru leiðinda liði. Ef hugmyndin ykkar verður nothæf fáið þið hugsanlega þakkir frá mér í formálanum.

Friday, April 07, 2006

hrópandi ósamræmi


Ég hef alltaf verið fylgiskona þess að vera ósamkvæm sjálfri mér. Mér finnst það líka hið besta mál að aðrir séu það líka. Ég hef yfirleitt gaman af því þegar fólk hefur á sér ólíkar hliðar sem fara kannski ekki alltaf fullkomnlega saman. Einhverntíman man ég eftir því að ég og Olla komumst að þeirri niðurstöðu að það væri í góðu lagi fyrir hana að borða fisk þó að hún kallaði sig grænmetisætu af dyraverndunarsjónarmiðum, hún væri nefnilega líka íslendingur og sem slíkur bæri henni að borða fisk. Svona ósamræmi finnast mér mjög heillandi ef fólk er á annað borð vart um það að það er ekki samkvæmt sjálfu sér, þetta skaðar engan í það minnsta. En svo er ég að lesa mér til um umræðuna um hlutverk og eðli kvenna á millistríðsárunum og mér blöskrar stundum hvað konur þessa tíma voru ósamkvæmar sjálfri sér. Þær tala stundum í hreinni andstöðu við sinn eigin veruleika og virðast alveglega ómeðvitaðar um það.
Björg C Þorláksson segir t.d í 19, júni blaði frá 1925:
“Við vitum að grundvallarmunur er á eðli karla og kvenna, og þar af leiðandi verður gjarna grundvallar-munur á aðalstörfum þeirra í þágu þjóðfélagsins. Af þessu leiðir að meginþorri karla og kvenna getur ekki átt samleið nema fremur stuttan spöl í menntamálum sínum.”

Björg er samsagt að útlista þá skoðun sína að kynin gætu átt samleið í almennri menntun en ekki sérmenntun. Halló, afhverju er kona sem er með doktorsgráðu í sameindalífeðliskjarnorkufrumtækni að prédika það að kynin eigi ekki saman menntunarlega? Er hún að reyna að hylma yfir þá "synd" að hún sjálf sé með framhaldsmenntun í karlafagi, ég get hreinlega ekki ímyndað mér hvað konan er að pæla.
Svo er það frú Sigrún Blöndal frænka mín og skólastýra húsmæðraskólans á Hallormstað sem taldi að of mikil menntun gæti verið konum stórhættuleg, hún skrifar í tímaritinu Hlín árið 1926 um eðli og hlutverk kvenna og segir:
“En ekki er nóg með það, að mentaðar konur eigi færri börn og líkindi sje til að þau verði ver uppalin, heldur virðist reynslan sýna að þessi börn sjeu ver byggð. Svo virðist sem mikil andleg áreynsla sé konum óeðlileg og skapi hjá þeim óeðli. Kemur það fram á ýmsan hátt, en kannske skýrast og um leið átakanlegast í þeirri staðreynd, að mjólkurmyndun er minni hjá þeim konum, stundum enginn. En það kemur líka fram sem þreyta og verkar þá á taugakerfið og veiklar það. Sú veiklun getur gengið í arf til afkvæmisins.”
Mitt á milli þessara grótesk lýsinga hennar Sigrúnar á áhrifum menntunar á konur vitnar Sigurún í kenningar Darwins, Lúthers, Schiller og John Stuart Mill, Hún talar um forn egypta, rómarveldi, upplýsinguna og frönsku stjórnarbyltingurna og áhrif þeirra á hugmyndaheim vesturlanda. Hún notar í greininni hugtök eins og ‘pósitívisme’ ‘realisme’ ‘félagsfræði’ ‘race biology’ og ‘cromagnummenn.’ En Halló! í sömu andrá talar hún um hve óholl menntun er konum. Svona ósamræmi á ég erfitt með að kyngja, getur það verið að þessar konur hafi í alvöru ekki fattað í hverslags hrópandi ósamræmi þær væru við sjálfa sig. Það er eins og báðar þessar konur hafi neitað að samsama sig öðrum konum. Ég á bara ekki orð.

Baggalútur auglýsti:

Kanamellur
baráttufundur um stöðu okkar og framtíðaráform kl. 12.00.
Fjölmennum

...Ingunn verðum við ekki að fara?

Monday, April 03, 2006

óður til elskhugans

ohhh kallinn minn er sko
sá kænsti og klókasti,
snjallasti í snjókasti,
mesti og merkasti,
stæsti og sterkasti,
strákur á jörð.
Þið ættuð allir að reyna að líkjast honum meira,
því ég veit ekki um neinn sem jafnast á við Geira!