ég hef engu gleymt...

...þó að ég tali ekki um það og láti sem ekkert sé

Wednesday, January 31, 2007

Ég fæ smá sting í magan....

...og roðna örlítið af vanlíðan og skömm þegar ég hugsa til leiksins í gær. Eftir leikinn í gær var ég enn svo æst að vanlíðanin náði ekki til mín, en núna í morgunsárið læðast vonbrigðin að manni.
Þessi leikur hefði getað farið í báðar áttir og liðið okkar vann svakalegt þrekvirki bara með því að komast í framlengingu. En það hræðilega er að nú styrkajst Danir í þeirri trú að þeir séu betri en við og það meika ég ekki.

Monday, January 29, 2007

Matvörur sem ber að forðast

Vegna lækkunar virðisaukaskatts núna í mars, eru ansi margir sem sjá sér leik á borði og hafa nýtt sér þetta tímabil til að hækka vörur sínar. Þetta er ekkert nema svindl á okkur neytendum, því þessi lækkun stjórnvalda átti að koma í vasa okkar neytenda en ekki byrgja og verslana. Nú er því komið að okkur neytendum að láta í okkur heyra, ég veit að við erum vön að kvarta hver í sínu horni en er ekki kominn tími til að láta þessa aðila vita að við sættum okkur ekki við hvað sem er. Besta ráðið til að mótmæla þessum aðferðum er einfaldlega að hætta að kaupa þessar vörur.

matvörur sem ber að forðast

Cosmo girl málar bæinn rauðan

Langþráður draumur varð að veruleika um helgina. Ég skellti mér á fullkomnlega óvænt kokteiladjamm á hinum ólíklegustu börum neðri-bæjarins sem endaði í dansi fram á rauða nótt.
Þetta byrjaði mjög sakleysislega, hitti Hugrúnu, Gutta, Þórð og Þórönu á kaffibrennslunni um kvöldmatarleytið. Við stelpurnar skelltum okkur á einn mojitó svona til hátíðarbrigða. Svo var haldið á kaffi viktor og þar héldum við kokteila smökkuninni áfram: Jarðaberja twister, jarðaberja margarita, cosmopolitan, white russian, eitthvað mangó sull og klassikerinn Cuba libre.
Cosmópolitan var ógeð, smakkaðist eins og meðal, mikil vonbrigði þar!
Eins og sönnum karlmönnum sæmir létu strákarnir ekki plata sig úti eitthvað koteila sull en héldu sig við bjórinn mest allt kvöldið. En þegar komið var á Barinn skilst mér að Þórði hafi tekist að plata oní Sigurgeir og Gutta einn tequila og það var frábært því 5 sek seinna voru gæjarnir komnir fyrstir manna á dansgólfið.

Friday, January 26, 2007


Þegar ég las bloggið hans Þórðar áðan mundi ég allt í einu eftir draumi sem mig dreymdi í nótt. Við Sigurgeir vorum að keyra eftir suðurlandsbrautinni á trausta Subaru Foresternum okkar, minn trausti maki við stýrið ákveður svo að gefa í og bruna á rauðu yfir kringlumýrarbrautina sem var pakkfull af bílum. Hann bara snappaði!

Þetta hlýtur að vera þýða eitthvað! Undirmeðvitundin er örugglega að segja mér að þessi ljúfi og trausti gaur sem ég bý með er í raun snargeðveikur.

Wednesday, January 24, 2007

Ég hef sagt skilið við Olluvaldaingunnihugrúnugutta að bloggi og sæng.

Það hefur sannast enn og aftur að óhefðbundin sambúðarform virka ekki og aðeins 1 af hverjum 3 hefðbundnum sambúðum ganga upp. Þess vegna ætla ég að halda út mínu eigin bloggi þvi þar get ég verið minn eigin administrator!Humm fyrsta færslan síðan í sumar... Ég verð allt í einu soldið feimin.

Ég fór á Icelandic fish & chips staðinn um daginn. Það var goður matur þó skammtaður væri helst til naumt fyrir búra eins og Gutta og Lalla sem urðu að fá sér sykurlausa heilhveiti brání með sojarjóma til að fylla uppí tómarúmið. Þetta er kannski aðeins of ópersónuleg færsla, álíka áhugavert og veðurlýsing.

Ég fékk mjög óvænta og skemmtilega heimsókn til mín í vinnuna í gær. Þórður kallinn mætti til að spjalla við okkur Þórönu á leið sinni í blóðbankan. Ég nota auðvitað hvert tækifæri til að sleppa úr vinnunni og lét því til leiðast að fara með honum. Þetta var fyrsta skiptið mitt og ekki beint ánægjuleg reynsla að láta stinga sig og tappa af sér sjálfan lífs elexírinn. En hjúkkurnar í blóðbankanum eru eins og flugfreyjurnar hjá Icelandair, svo ótrúlega notalegar og vinsamlegar en jafnframt fagmannlegar. Svo horfir maður á plakatið af veiku sköllóttu barninu sem situr sallarólegt meðan verið er að pumpa í það blóði og velgjan breitist í vellíðan.
Við Þórður sátum svo heillengi inná kaffistofu blóðabankans, spjölluðum, úðuðum í okkur kökur og drukkum í okkur sjálfsánægutilfinninguna.
Soldið metnaðarlaust fyrir fyrstu fæslu, en verður að duga.