Það var einn magnaður fyrirlestur áðan hjá verðandi ljósmæðrum um hraðar fæðingar, sem að ég hélt að væri nú yfirleitt bara gott mál, hélt að þessar 20 tíma væru vandamálið. En 2-3% fæðinga er víst aðeins of hraðar þannig að konum finnst þær missa stjórn á aðstæðum og sumar jafnvel ná ekki á spítalann. Þessi fyrirlestur skýrði frá reynslu þriggja kvenna sem höfðu fætt mjög hratt, ein náði á fæðingargang, ein fæddi í lyftunni á leiðinni upp og önnur fæddi innan við 3o min frá því að hríðar hófust og fæddi í dyragættinni heima hjá sér. Það var mjög skemmtilegt að heyra lýsingarnar sérstaklega hjá þeirri síðast nefndu, sem bara fann það að hún mundi ekki meika það á spítalann, girti niður um sig, fór niður á fjórar fætur og svo sá maðurinn hennar bara í kollinn á barninu. Á meðan hann hringdi í neyðarlínuna plompaði barnið niður á gólf.
Þetta var auðvitað alveg svakalegt áfall fyrir greyjið konuna og manninn hennar. Sjokkið kom víst ekki fyrr en nokkrum mánuðum seinna, þegar hún hafði myndað tengsl við barnið og áttaði sig á því hvað þetta hefði getað farið illa. Allar konurnar höfðu einmitt upplifað mikla óöryggistilfinningu eftir þetta og voru stressaðar yfir því að næsta barn gæti hugsanlega komið á miðjum fundi eða í matvörubúðinni.
Það voru svo fleiri flottir fyrirlestrar, um áhrif ofþyngdar á fæðingu, anorexíu barnshafandi kvenna og fæðingar í vatni. Topp dagur í vinnunni í dag!