ég hef engu gleymt...

...þó að ég tali ekki um það og láti sem ekkert sé

Tuesday, June 20, 2006

Hjónavígsla á Bolungavík



Ég var í mjög glæsilegri og vel heppnaðri giftingu um helgina á Bolungavík. Gott veður skemmtilegt fólk, falleg athöfn og frábær veisla. Steinar frændi minn og Kartín spússa hans eru líka flott par sem eru víst búin að vera saman í níu ár þó hann sé bara 80 módel. Mér vöknaði um augu í athöfninni þegar Oddur bróðir brúðgumans söng og spilaði á gítar Lovesong með Cure. Veislan var glæsileg og breyttist fljótlega í geggjað partý. Ég og Sigurgeir tylltum okkur hjá Agli og lentum því á vinaborðinu. Birgir Ísleifur veislustjóri stjórnaði samkvæminu með miklum aga en jafnframt góðum húmor. Hápunktur kvöldsins var síðan þegar hjónakornin dönsuðu brúðkaupsvalsinn, húsið ærðist þegar fyrstu tónarnir í "I've had the time of my life" hljómuðu og brúðhjónin léku "dirty dancing" nákvæmlega eftir, meira að segja þegar koma að "the lyft" þá greip Steinar bara stól sem Katrín stökk fimlega uppá. Svo voru gestir drifnir út á dansgólfið alveg eins og í myndinni. Ég og Sigurgeir vönguðum mjög varlega, við vildum ekki að byltan úr brúðkaupi Þuru og Þorðar endutæki sig. Egill nýtti sér bragð úr Wedding crashers og dansaði við eina af brúðarmeyjunum, sex ára eða svo, tilgangurinn var að heilla einhleypa kvennfólkið í veislunni og eflaust virkaði það.
En allavega þá var þetta frábær helgi og nú er ég víst farinn aftur uppá hálendi í þetta skipti, verða semsagt í kerlingafjöllum næstu fjórar vikurnar og þið megið endilega koma að heimsækja mig ef þið eruð á ferðinni.
Egill ég bíst svo við þér og Önnu í næstu viku!

Önnur mynd frá Binna


Binni, Emílía og Þóra
Svaka spenna!

Wednesday, June 14, 2006

Kíkið á bloggið hans Binna í dag!

Binni er sko gamall vinur minn og Emilíu frá því að við bjuggum á Hjónagörðum. Nú er Binni vinur hans Sigurgeirs.